Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.05.2003, Blaðsíða 24
Kjaramál 26 Borið hefur á misskilningi á túlkun greinar 4.1.2. í kjarasamningi um hvenær orlof leikskólakennara lengist. Samkvæmt kjarasamningi fær leik- skólakennari viðbótarorlof sem nemur 24 vinnuskyldustundum á því ári sem hann verður 30 ára og aðrar 24 vinnu- skyldustundir á því ári sem hann verð- ur 40 ára. Þetta þýðir að allir sem fæddir eru 1973 fá viðbótarorlof (lengist úr 24 dögum í 27 miðað við fullt ársstarf) á þessu ári og að sama skapi fá þeir sem fæddir eru 1963 seinni viðbótina (lengist úr 27 dögum í 30 daga miðað við fullt árs- starf). Orlofsuppbót leikskólakennara 2003 er kr. 10.000 og miðast við fullt starf sl. orlofsár sem er frá 1. maí til 30. apríl. Orlofs- uppbót skal greiða 1. júní. Aðstoðarleikskólakennarar Bráðabirgðasamkomulag var gert við Launanefnd sveitar- félaga um starfsheitið leikskólaþjálfi, starfslýsingu, röðun/kjör og félagsaðild. Nokkru síðar barst bréf frá Þroskaþjálfafélagi Ís- lands og Iðjuþjálfafélagi Íslands þar sem notkun þessa starfs- heitis var mótmælt með þeim rökum fyrst og fremst að enginn beri starfsheitið „þjálfi“ nema hafa að lágmarki 90 eininga há- skólanám að baki. Í samráði við fulltrúa þessa hóps ákvað stjórn FL að leita samþykkis Launanefndar við því að taka upp starfsheitið aðstoðarleikskólakennari í stað leikskólaþjálfa og var það samþykkt á fundi samstarfsnefndar 31. mars sl. Um leið var gengið frá röðun fyrir þennan hóp. Því miður féllust fulltrúar Launanefndar ekki á kröfu FL um röðun í launaflokk 94 og gildir því bráðabirgðasamkomulagið um röðun frá því í haust. Það kveður á um röðun í launaflokki 93. Fulltrúar FL létu bóka óánægju sína vegna þessa. Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara Leikskóli Hvenær fjölgar orlofsdögum? var haldinn miðvikudaginn 9. apríl í Seljaskóla. Fund- arstjóri var Friðborg Jónsdóttir Seljaskóla. Hún byrj- aði á því að bjóða fólk velkomið og gaf svo Rúnu Berg Petersen Seljaskóla orðið. Rúna fjallaði um kjarasamninginn út frá sjónarhorni ungra kennara. Helstu atriði sem hún tók fyrir voru eftirfarandi. • Mikill launamunur er á fólki sem vinnur sömu vinnu. • Maður öðlast bara reynslu fyrstu fjögur árin samkvæmt kjarasamningnum en síðan ekki meir. Eini flokkurinn fyrir reynslu í starfi er eftir fjögur ár, aðrir flokkar eru aldurstengdir. Ef tveir kennarar útskrifast á sama tíma úr KHÍ, annar 25 ára og hinn 40 ára, þá munar mjög miklu í launum á þeim þegar þeir byrja að kenna. Það borgar sig í raun ekki að fara að kenna fyrr en maður er orðinn fertugur. Þetta er ekki til þess að laða unga kennara að störfum. • Það er of langt í fyrsta endurmenntunarflokkinn sem maður fær ekki fyrr en maður er orðinn 35 ára. Kennari sem útskrifast 24 ára og fer strax að kenna og tekur fullan þátt í endurmennt- unaráætlun skólans fær ekki flokk fyrir það fyrr en eftir 11 ár. Að loknu erindi Rúnu spunnust miklar umræður um kjaramál kennara og voru menn almennt sammála því að ungir kennarar þyrftu að koma sinni rödd að bæði í Kennarafélagi Reykjavíkur og Kennarasambandinu. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttar- holtsskóla nefndi mörg atriði sem hann er ósáttur við í kjara- samningi kennara. Einnig kom fram það sjónarmið að stofnun hreyfingar ungra kennara gæti haft neikvæð áhrif á samstöðu kennara almennt og að eldri kennarar yrðu neikvæðir gagnvart þessu. Mikilvægt að kynna þetta þannig að allir séu sáttir. Eftir fjörugar umræður um kjaramál gaf fundarstjóri Jóhann- esi Þór Skúlasyni Seljaskóla orðið. Jóhannes fjallaði um félags- leg markmið með stofnun hreyfingar ungra kennara. Þau eru: • Að ungir kennarar hafi vettvang til að hittast og ræða sam- an um hluti sem upp geta komið þegar kennarar eru á fyrstu árum í kennslu. Það getur skipt sköpum að hafa einhvern sem hefur upplifað svipaða hluti til að tala við. Þó kennarar séu í stöðugum samskiptum við fólk allan daginn þá eru kennarar oft mjög einangraðir í starfi. Þar sem kennarastéttin er orðin frekar gömul þá er ekki óalgengt að ungir kennarar séu að kenna með sér miklu eldra fólki þegar þeir hefja störf og finnst þá oft erfitt að ræða við þá um hluti sem upp koma. • Hreyfingin yrði vettvangur fyrir faglegar og félagslegar um- ræður ungra kennara. • Stuðla að jákvæðri ímynd kennara. María Pálmadóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur sagði í framhaldi af þessu frá því að Fræðslumiðstöð væri að fara af stað með móttökuáætlun fyrir byrjendur í kennslu. Þó að Fræðslumiðstöð væri með slíka áætlun kæmi hún þó ekki í stað þess félagslegslega vettvangs sem hreyfing ungra kennara yrði því það er ekki það sama að leyta til atvinnuveitanda síns og annarra kennara sem eru í sömu stöðu og maður sjálfur. Finnbogi Sigurðsson formaður FG sagði að félag grunn- skólakennara gæti stutt við bakið á okkur og við gætum nýtt okkur aðstöðu í kennarahúsinu. Útdráttur úr fundargerð Guðrúnar Hallsteinsdóttur. Fundargerðin í heild er á heimasíðu KÍ, www.ki.is (undir FG, efst á síðunni). Grunnskóli Kynningarfundur um stofnun hreyfingar ungra kennara

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.