Skólavarðan - 01.05.2003, Qupperneq 25
Samhliða námstefnunni verð-
ur haldið mót 300 norrænna
tónlistar- og listaskólanema á
aldrinum 12-18 ára. Auk þess
að vinna að tónsköpun undir
handleiðslu leiðbeinenda frá
Guildhall School of Music and
Drama, mun hluti þessara ung-
menna koma fram á tónleikum
á námstefnunni. Mótið er skipulagt af
Samtökum tónlistarskólastjóra í samvinnu
við Íslandsdeild NMPU.
Gert er ráð fyrir að á annað hundrað
þátttakendur muni sækja námstefnuna,
enda er boðið upp á framúrskarandi inn-
lenda og erlenda fyrirlesara og leiðbein-
endur. Kennarar eru hvattir til að taka þátt
í námstefnunni, það er ekki á hverjum degi
sem svona gott tækifæri býðst til að fræðast
um margt það sem er efst á baugi í tónlist-
arkennslu og til samræðna og samvinnu við
erlenda og innlenda starfsfélaga.
Þátttökugjald er 26.000 kr. og tilkynn-
ingareyðublað og allar nánari upplýsingar
er að finna á www.nmpu.org. Upplýsinga-
blað um námstefnuna hefur jafnframt verið
sent félögum í FT og TKÍ.
Námskeið fyrir stjórnendur
barnakóra
Einn markverðasti liður námstefnunnar
er sérstakt námskeið fyrir stjórnendur bar-
nakóra.Leiðbeinendur eru danski kórstjór-
inn og tónskáldið John Høybye og Kari
Ala-Pöllänen, stjórnandi hins heimsþekkta
Tapiola-kórs í Finnlandi. Vonandi verður
þetta framtak verði til að auka veg nor-
rænnar barnakóratónlistar hér á landi - en
það á hún svo sannarlega skilið.
John Høybye mun kynna verk sín og
landa sinna og nýtur þar aðstoðar Gradale-
kórs Langholtskirkju og Jón Stefánssonar.
Kari Ala-Pöllänen kynnir brot af því besta
sem norræn tónskáld hafa samið fyrir
barnakóra og mun hann vinna með yngri
deild Skólakórs Kársness.
Fjölbreytt dagskrá
Fyrirlestrar um eftirtalin efni eru á dag-
skrá kl. 8:30-9:30 á fimmtudag, föstudag og
laugardag:
1. Robert Faulkner: Tónlistarmenntun og
félagsleg tengsl: Týndi hlekkurinn.
2. Ole Kristian Hansen: Heili og tónlist -
hvernig má notfæra sér niðurstöður nútíma
rannsókna á heilastarfseminni í tónlistar-
flutningi og tónlistarkennslu.
3. Sigurður Rúnar Jónsson: Fyrri menn er
fræðin kunnu, eitt og annað smálegt um
íslensku þjóðlögin.
Í kynninga- og vinnuhópahluta nám-
stefnunnar er gert ráð fyrir u.þ.b. 25 dag-
skrárliðum, ávallt þrjú eða fjögur atriði
samhliða. Víða er leitað fanga og er efninu
ætlað að höfða til ólíkra hópa, þannig að
sem flestir geti fundið eitthvað við sitt
hæfi.
Meðal annarra umfjöllunarefna á nám-
stefnunni eru:
• Olli Vartiainen: Gildi hljómsveitarleiks
sem hluta af heildstæðu tónlistarnámi.
• Eva Georgii-Hemming og Mats
Runberg: Hafa rannsóknir hagnýtt gildi?
Tvær rannsóknir á tónlistarkennslu í
sænskum skólum kynntar.
• Robert Faulkner: Skapandi samfélag.
• Ingrid Oberborbeck og Bodil Ørum:
Tónlistaruppeldi ungra barna og hinn
skapandi kennari.
• Kjell Skyllstad: Fjölbreytileiki tónlistar-
innar - fjölmenningarlegar aðferðir við
tónlistarkennslu barna.
• Elfa Lilja Gísladóttir og Kristín Vals-
dóttir: Hvernig getum við skapað tónlist
með líkamanum?
• Elías Davíðsson og Karen Valeur með
þátttöku danskra og íslenskra nemenda:
Ferskir hljómar fyrir strengi (og önnur
hljóðfæri).
• Elsebeth Kirk: Hvaða þættir hafa áhrif á
tónlistarnám? Hverjir læra tónlist og hvers
vegna?
• Kirsten Fredens: Efling tónlistarnáms,
m.a. með tilliti til fjölgreindarkenningar
Howard Gardner.
• Pelle Gustafson og Pellepops: Tónlistar-
hópurinn „Pellepops“. Pellepops er hópur
ungmenna sem spilar m.a. þjóðlagatónlist á
strengjahljóðfæri.
• Astrid Marie Nøkleby: Ný kennsluaðferð
fyrir unga básúnunemendur.
• Christian Bennedsen: Samspil nemenda -
skref í þróun píanókennslu.
• Liisa Räsänen og börn frá Cygnaeus
skólanum: Tónlistarbekkur í finnskum
grunnskóla.
Daglegir tónleikar eru á dagskrá nám-
stefnunnar, bæði að loknu hádegishléi og
eftir kvöldmat. Þar munu börn og ungling-
ar frá öllum aðildarlöndum NMPU gleðja
okkur með söng, dansi og hljóðfæraleik. Þá
er „Nordisk sang“ fastur liður á dagskránni
þar sem við munum m.a. æfa saman ný
norræn kórlög sem samin verða sérstaklega
í tilefni 50 ára afmælis NMPU. Lokatón-
leikar verða haldnir í Vetrargarðinum í
Smáralind og m.a. mun þar verða frumflutt
tónverk eftir þátttakendur á norræna tón-
listar- og listaskólamótinu.
Námstefna
28
Næsta námstefna NMPU verður hald-
in í Tónlistarhúsi Kópavogs dagana
25.-29. júní 2003 og er yfirskrift hennar
„Tónlistin í samfélaginu“. Námstefnan
er ætluð tónlistarkennurum á öllum
skólastigum og gefst þátttakendum
kostur á að velja á milli ólíkra við-
fangsefna og hlýða á fjölbreytta tón-
leika meðan á námstefnunni stendur.
Tónlistin í samfélaginu -
NMPU námstefna í Kópavogi í júní
Hálfrar aldar afmæli
NMPU er 50 ára á þessu ári og verður
haldið upp á afmælið í tengslum við
námstefnuna í sumar. Mikilvægasta
verkefni samtakanna NMPU er að örva
norrænt samstarf á sviði tónlistaruppeld-
is, m.a. með því að gangast fyrir norræn-
um námstefnum annað hvert ár. Félag
tónlistarskólakennara og Tónmenntar-
kennarafélag Íslands mynda saman
Íslandsdeild NMPU.