Skólavarðan - 01.05.2003, Síða 26

Skólavarðan - 01.05.2003, Síða 26
Tungumálakennarar athugið! Evrópumerkið/European Label árið 2003 Evrópumerkið er viðurkenning framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins og menntamálaráðuneytisins fyrir nýbreytniverk- efni í tungumálanámi og -kennslu. Að jafnaði hlýtur eitt íslenskt verkefni Evrópumerkið á ári hverju og er ráðgert að viðurkenningin verði í ár veitt á Evrópskum tungumáladegi 26. september nk. Umsóknarfrestur um Evrópumerkið árið 2003 er til 30. júní nk. Umsóknir berist Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins á sér- stökum eyðublöðum sem finna má á eftirfarandi slóð: http://www.mrn.stjr.is/mrn/mrn.nsf/pages/althjodlegt. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um Evrópumerkið. Bæklingi um Evrópumerkið er dreift til allra menntastofnana og ýmissa hagsmunaaðila. Nánari upplýsingar eru gefnar á Al- þjóðaskrifstofu háskólstigsins, sími 525 5813. Netfang: rz@hi.is Kaupmannahöfn - íbúðaskipti í júlí Jeg vil meget gerne bytte bolig med en fra Island i Juli måned i 1-2 uger. Min bolig er en toværelses lejlighed 10-15 min. fra Køben- havn centrum. Der er mange gode busforbindelser til centrum. Lejligheden har 3 sengepladser, TV, video, vaskemaskine, bad, dejlig gård med legeplads. Her er roligt og grønt. Evt cykler, anhænger. Christa Sundgaard mail adresse Cs.frg@ci.kk.dk telefonnr. 38199240 SÖGUAÐFERÐIN Alþjóðleg ráðstefna í Danmörku 3. - 5. nóvember 2003 Rúmlega tuttugu Íslendingar sóttu fyrstu alþjóðlegu ráðstefn- una um Söguaðferð (The International Storyline Conference 2) sem haldin var fyrir tveimur árum í Danmörku við afar góðan orðstír, en alls voru þátttakendur á fjórða hundrað. Það sem einkenndi þessa ráðstefnu var hve vel hún skírskotaði til kenn- ara í leik- og grunnskólum. Nú er blásið til alþjóðlegrar ráð- stefnu enn á ný og væri ánægjulegt ef Íslendingar gætu aftur fjölmennt. Þeir sem skrá sig fyrir 1. ágúst fá kr. 5000 í afslátt af ráðstefnugjaldi. Nánari upplýsingar veita: Björg Eiríksdóttir, Kársnesskóla bjeir@ismennt.is Guðmundur B. Kristmundsson, KHÍ gudkrist@khi.is María Steingrímsdóttir, Háskólanum á Akureyri maria@unak.is Rósa Eggertsdóttir, Háskólanum á Akureyri rosa@unak.is Netfang ráðstefnunnar - upplýsingar um dagskrá: http://cvukbh.dk/storyline/ Barn og samfélag -réttindi, ábyrgð og hefðir í ljósi lýðræðis Þann 5. apríl sl. var haldin ráðstefna um ofangreint efni á veg- um skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Flutt voru níu erindi sem hvert um sig fjallaði um börn í sam- félaginu út frá mismunandi sjónarhornum og var valinn maður í hverju rúmi. Í tengslum við ráðstefnuna hélt Jón Laxdal Hall- dórsson myndlistarsýningu sem hann nefndi Fuglahús. Ráð- stefnustjórar voru Guðrún Alda Harðardóttir og María Stein- grímsdóttir. Þorsteinn Gunnarsson rektor HA setti ráðstefnuna. Eftirtaldir fluttu erindi: Páll Skúlason rektor HÍ: Barn og lýðræði Sigrún Sveinbjörnsdóttir lektor HA: Heilbrigði til sálar og líkama Jón Björnsson sálfræðingur: Heimsósómi Snæfríður Þ. Egilsson lektor HA: Félagsleg þátttaka barna með sérþarfir Karl Frímannsson skólastjóri Hrafnagilsskóla: Uppeldisgildi í grunnskólastarfi Þórhildur Líndal umboðsmaður barna: Lýðræðislegt uppeldi Kristján Kristjánsson prófessor HA: Þegnskaparmenntun Stella B. Helgadóttir og Linda Egilsdóttir nemar í kennaradeild HA: Einelti í leikskólum Bóas Eiríksson nemi í VMA: Skólinn, undirbúningur fyrir lífið Í lok dags flutti Guðmundur Heiðar Frímannsson deildar- forseti kennaradeildar HA lokaorð og sleit ráðstefnunni. Flestir fyrirlesarar ræddu um skilyrði í uppvexti barna, eink- um á heimilum en því næst í skólum. Einkum varð ýmsum framsögumönnum tíðrætt um skilyrði foreldra til að standa vel að uppeldi barna sinna og kallað var eftir aukinni ábyrgð þeirra. Jafnframt var rætt um mikilvægi þess að foreldrar ættu reglulega kost á foreldrafræðslu frá samfélaginu. Manngildi, virðing fyrir mismun og fjölbreytni, lífsleikni og sérþörfum var einnig ofarlega í huga ræðumanna og með hvaða hætti skól- inn ætti/mætti koma til móts við foreldra og börn þeirra á þessu sviði. Ennfremur var fjallað um hvort nemendum í skól- um væri gefið tækifæri til að ástunda lýðræði í skólastarfi og með hvaða hætti slík ástundun gæti birst. Ráðstefnan var vel sótt og afar gott hljóð í ráðstefnugestum. Næsta ráðstefna skólaþróunarsviðs kennaradeildar HA verður í apríl að ári. Þá verður tekið til umfjöllunar samstarf heimila og skóla. Rósa Eggertsdóttir Smáauglýs ingar og t i lkynningar 29

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.