Skólavarðan - 01.05.2003, Side 27

Skólavarðan - 01.05.2003, Side 27
Sú var tíðin að flestir Íslendingar gátu sagt sögur. Þeir sögðu frá atburðum líðandi stundar, sögðu frá eigin afrekum og annarra og ekki hvað síst sögðu þeir sögur sem þeim höfðu verið sagðar og höfðu gengið mann fram af manni, kynslóð fram af kynslóð. Í dag er þetta einhverra hluta vegna öðruvísi. Ekki þykir jafn sjálfsagt að ungir sem aldnir geti sagt góða sögu , hvað þá að menn kunni í huga sínum þjóðsögu eða ævintýr til að segja án aðstoðar bóka. En eitt hefur lítið breyst og það er áhugi á að heyra góðar sögur. Hver kannast ekki við í afmælum, eða fermingarveislum að þegar einhver segir: „Ég er með góða sögu!“ þá kætast menn og leggja við hlustir því alltaf er gaman að heyra góða sögu. Til er fólk um allan heim sem hefur þetta að atvinnu, að ferðast um og segja þeim sem á vilja hlýða góðar sögur. Og haldnar eru stórar hátíðir þar sem sögu- menn safnast saman og úr verður risastór söguveisla. Á Íslandi hefur verið svolítil vakning í þessa átt og til eru góðir sögumenn hér á landi. Þetta listform, að segja sögu, höfðar mjög sterkt til barna. Það er mín reynsla sem leikskólakennari að börn á leikskólaaldri vita fátt skemmtilegara en að þeim sé sögð saga. Þegar sögumaðurinn hefur upp raust sína þá horfa börnin beint í andlit hans og eftirvæntingin skín úr augum þeirra. Þau vita ekki hvað gerist næst en reyna að lesa í andlit sögumannsins eða látbragð og ef sögumaðurinn brosir þá brosa þau líka og ef hann er dapur á svip þá verða þau það einnig. Að segja sögu býður upp á mikla þátttöku þeirra sem á hlýða. Börnum þykir gaman að fá að taka þátt. Að kalla hátt á Búkollu eða jafnvel að fá hlutverk í sögunni eins og að tísta alltaf þegar talað er um litla fuglinn er börnunum mikils virði. Þetta form býður líka upp á talsvert frelsi í meðförum sagnanna. Í sög- unni um Hlina kóngson fara tröllskessurnar með eftirfarandi línu: „Syngi, syngi svanir mínir svo hann Hlini sofni.“ Slíka setningu getur sögumaðurinn farið með á óteljandi vegu, rétt eins og andinn blæs honumí brjóst. Hana má syngja eða hvísla og fara með hana eins oft og sögu- maðurinn telur að áheyr- endur óski. Ekki er verra ef sögumaðurinn getur dregið upp úr pússi sínu eitthvað sem tengist sögunni á ein- hvern hátt, t.a.m. körfu Rauðhettu eða svuntuna hennar Gilitrutt. Eins og við vitum sem vinnum með börnum hafa þau gaman af að heyra eitt- hvað kunnuglegt. Þau vilja gjarnan fá að heyra aftur og aftur sömu söguna. En þeim finnst líka gaman að heyra eitthvað sem þau hafa aldrei heyrt fyrr. Þess vegna er sérlega gaman að segja börnum sögu sem er búin til af sögumanninum sjálfum. Ánægjan verður enn meiri, upplifunin enn sterkari, sköpunargleði sögumannsins skilar sér beint til barnanna, hægt er að spinna söguþráðinn um all- ar mögulegar brautir og stundum getur sögumaðurinn brugðið sér í margra persóna líki í sömu sögunni. Hér er eitt dæmi um það hversu sögumaður og áheyrendur geta lifað sig inn í söguna og gersamlega skipt um hlutverk. Einu sinni þegar undirrituð hafði nýlokið við segja börnunum í Álftaborg sögu salnum spurði þriggja ára sonur minn: „Ertu líka mamma mín í salnum?“ Slík hafði innlifunin í söguna verið að snáðinn var ekki með það á hreinu hvar sögumaðurinn byrjaði og mamman endaði. Það sem börn sækjast eftir úr ævintýrum og sögum er tækifærið til að sleppa huganum á flug og sjá sjálfan sig fyrir sér í hlutverki söguhetjunnar. Góð saga þar sem víða er komið við, bæði í efni og anda, eflir hugmyndaflug þeirra og sköpunargleði. Og oftar en ekki leynist í sögunum góður boðskapur um drenglyndi og ham- ingju. Gömlu íslensku ævintýrin eru gersemar sem við fullorðnir verð- um að koma áfram til barnanna. Allar þessar dásamlegu sögur um tröll, álfa og huldufólk eru séríslenskt fyrirbæri sem okkur ber að varðveita og halda á lífi fyrir börnin okkar, rétt eins og Íslendinga- sögunum. Að kynna þessa sögur fyrir börnum er líka liður í að draga fram það umhverfi sem við Íslendingar erum sprottnir úr. Það má því með sanni segja að íslensk ævintýri séu hluti af þjóðar- arfinum. Listformið að segja sögu á sérlega vel við þegar talað er um álfa, huldufólk og tröll því sagnalistin á rætur sínar að rekja langt aftur í íslenska þjóðarsál, alveg eins og sögurnar sjálfar. Berglind Agnarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri á Álftaborg. Smiðshöggið 30 ... og viti nú menn! Til er fólk um allan heim sem hefur þetta að atvinnu, að ferðast um og segja þeim sem á vilja hlýða góðar sög- ur. Og haldnar eru stórar hátíðir þar sem sögumenn safnast saman og úr verður risastór söguveisla. Á Ís- landi hefur verið svolítil vakning í þessa átt og til eru góðir sögumenn hér á landi.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.