Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 6
6 Skólavarðan 1.tbl. 2011mEnntApóLItík Samkvæmt lögum á framhaldsskólinn að vera fyrir alla og án aðgrein- ingar. Þetta er falleg hugmyndafræði og varla hægt að vera henni mót- fallinn. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort þessi hugmyndafræði virki í reynd. Er skólinn í raun fyrir alla og er skóli án aðgreiningar heppilegasta formið fyrir alla? Mér hefur alltaf fundist að okkur hafi ekki tekist nægilega vel til við að búa til þennan fyrirmyndarskóla. Skólinn er og á að vera íhaldssamur Stundum finnst mér eins og menntakerfið sé orðið eins og uppdagað nátttröll lengst inni á öræfum. Inntak og form náms eru ekki í neinum takti við þann raunheim sem nemendur búa og hrærast í. Við erum búin að ganga í gegnum gífurlega flókna tæknibyltingu á örskömmum tíma sem hefur umbylt veruleikanum. Skólinn er í eðli sínu íhaldssamur og á lika að vera það. En íhaldssemin má ekki verða til þess að hann einangrist. Við kennarar kvörtum og kveinum yfir doða og áhugaleysi nemenda okkar. Við kvörtum yfir því að þeir lesi ekkert, vinni ekki heimavinnuna sína, slugsi, slóri og flosni svo upp. Brottfall er stór og dýr meinsemd. Menntakerfið kostar skattborgara drjúgan skilding og varla er hægt að kenna launum kennara um þann óhóflega kostnað. Ég hef lengi talið að skólakerfið verði að fara að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir en ekki þar sem því finnst að þeir ættu að vera staddir. Það þyrfti að umturna öllu kerfinu innan frá, hugsa inntakið og markmiðin algerlega upp á nýtt, stokka allt upp á nýjan leik. Það er engin lausn fólgin í því að staga sífellt í götin og bæta við hjáleiðum þangað til kerfið er orðið eins og eitt risastórt brogað og ósamstætt bútasaumsteppi. Sveigjanlegri skóli Nýtt Ísland, nýr skóli, ný hugsun. Hugarfarsbreytingin sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda verður hvergi til nema í menntakerfinu. Nýi skólinn, bæði grunn- og framhaldsskólinn, þarf að vera sveigjan- legri, námsinntakið nýstárlegra, fjölbreyttara, meira skapandi bæði í hugsun og verki, í meiri tengslum við raunheiminn og við hæfi þess breiða nemendahóps sem hann á að höfða til. Samstarf skólastiga þarf að vera miklu markvissara og skilin milli þeirra fljótandi. Eitt allra mikilvægasta verkefni skólans er að endurskoða og endurskapa inntak námsins til samræmis við veruleikann. Það þarf að fleyta skólanum inn í 21.öldina. Mismunandi efni fyrir mismunandi nemendur Skólinn verður að halda standard. Skólinn verður að gera kröfur. Ég er alveg sammála því. Skólinn á að gera kröfur. Við höldum engum standard með því að fóðra nemendur á námsefni og kennsluháttum sem ná engan veginn til þeirra. Við getum ekki gert kröfur sem þeir geta ekki staðið undir. Við verðum að matreiða mismunandi efni ofan í mismunandi hópa, beita mismunandi námsmati og gera mismunandi kröfur – ef skólinn á að standa undir því nafni að vera fyrir alla og án aðgreiningar. Við megum ekki alltaf skýla okkur á bak við miðlæga námsskrá þegar rætt er um inntak námsins. Ef ráðuneytið sér ekki hvað það er arfavitlaust að skylda t.d. nemendur í íslensku sem ekki eru á bóknámsbraut að læra málfræði og setningafræði í stað þess að leggja meiri áherslu á lestur og lesskilning þá verðum við kennarar að benda því á það. Annars erum við stöðugt að eyða ómældri orku, tíma og fjármunum til einskis. Nemendum leiðist, kennarar brenna út á eilífu eintali sínu við tómið. Skólastarfið verður fullkomlega árangurslaust. Skólinn sem félagslegt úrræði Á tímum atvinnuleysis, niðurskurðar og almennrar eymdar í íslensku samfélagi finnst mér ekkert óeðlilegt að skólinn hafi hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði. Kannski ætti það að vera eitt af hlutverkum hans á öllum tímum. Einu sinni var einkum litið á skólann sem þekkingar- miðstöð, svo var lögð rík áhersla á hann sem uppeldismiðstöð og núna líka sem félagsmiðstöð. Það hlýtur alltaf að vera betra að halda ung- lingum inni í ákveðnu ferli innan veggja skólans heldur en láta þá ráfa Texti: Jórunn Tómasdóttir Höfundur er framhaldsskólakennari Mynd: Frá höfundi Við þurfum hugarfars- breytingu í menntakerfinu „Við verðum að matreiða mismunandi efni ofan í mismunandi hópa, beita mismunandi námsmati og gera mismunandi kröfur“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.