Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 13
13 Skólavarðan 1.tbl. 2011 ingum á internetinu. Það gilda sömu lögmálin í þessu öllu en þau eru að setja ekki neitt inn á internetið sem maður getur ekki staðið við. Ég hef verið að segja við unglingana að það sem getur verið fyndið að setja inn í sjöunda eða áttunda bekk er kannski ekkert rosalega fyndið fjórum til fimm árum seinna. Þetta eyðist ekki út og það er auðvelt að taka afrit af öllu sem fer inn. Mörg dæmi eru um að afrit hafi verið tekið og það notað gegn viðkomandi löngu eftir að búið er að eyða viðkomandi síðu. Þá kárnar gamanið verulega þegar fólk þarf að fara að standa við eitthvað sem það taldi sig vera búið að eyða út. Það eru nánast daglega að koma einhver mál af þessu tagi. Ekki bara hjá unglingum, heldur foreldrum þeirra líka og jafnvel kennurum. Full- orðna fólkið er oft ekkert betra en börn og unglingar í því sem það er að segja í netheimum. Lúkasarmálið er nú eitt þekktasta eineltismál sem upp hefur komið í netheimum á Íslandi þar sem ungur piltur var sakaður um að hafa unnið hundi mein. Síðar fannst svo hundurinn bráðhress eftir að pilturinn hafði verið dæmdur á netinu, kertafleyt- ingar hafðar í frami og hvaðeina. Þessi piltur missti vinnuna og mann- orðið. Hann er nú með dómsmál í gangi og hefur þegar samið við einn sem raunar misþyrmdi honum á netinu. Þarna er augljóst dæmi um hættuna og hvernig fólk missir sig á netinu.“ Bardagaleikir á leikjaneti Hafþór segir líka að fólk gefi allt of miklar persónulegar upplýsingar um sig á netinu. „Ég held að það sé samt að lagast. Sérstaklega finnst mér þetta hafa lagast á Facebook. Það eru ýmsar rannsóknir um net- notkun í gangi og þær sýna t.d. að börn og unglingar eru í auknum mæli að átta sig á því að ákveðnar upplýsingar eiga ekki erindi á inter- netið. Hugsanlega er fullorðna fólkið ekki alveg búið að átta sig á þessu því mjög margir segja t.d. frá því hvert og hvenær þeir eru að fara í frí og gefa þannig innbrotsþjófum færi á að leika lausum hala. Leikir á internetinu kom líka mikið til umfjöllunnar hjá mér. Ég hef vakið athygli á því hversu ofbeldisfullir margir leikir eru á netinu. Inn á leikjanet.is eru leikir sem eiga ekkert erindi til barna. Sjálfur á ég sjö ára strák og hef prófað þetta á eigin skinni. Ég sá að hann sótti í miður skemmtilega leiki. Þarna inni á leikjanet.is eru 195 bardagaleikir en það eru bara 26 barnaleikir. Hins vegar eru til síður sem eru með mjög vandaða leiki sem geta þroskað börn. Ég bendi t.d. á nams.is en þar eru leikir eins og innipúkinn og fleiri góðir, sem ég mæli með. Það er allt of mikið um það að fullorðið fólk noti tölvuna sem barnapíu og segi krökkunum bara að fara inn í herbergi í tölvuleik. Það fólk áttar sig oft ekki á því hvaða leiki börnin fara í.“ Hann er betri í fótbolta en ég er betri í tölvuleik Hafþór segir að foreldrar eigi snemma að byrja á því að takmarka tíma barna sinna í tölvunni. „Margir foreldrar eiga í þessum vandræðum. Það er best að semja um einhvern ákveðinn tíma sem fyrst. Dæmin sýna að krakkar, sem eru orðnir mjög færir í einhverjum leikjum, sætta sig ekki við það allt í einu að tíminn sé takmarkaður. Þegar svona er komið vilja þau jafnvel vera fram á nótt í einhverjum leikjum og vitna þá gjarnan í það að þau séu best í þessum leik á Íslandi en bróðirinn „Ég hef vakið athygli á því hversu ofbeldisfullir margir leikir eru á netinu“ máLEFnI

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.