Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 22
22 Skólavarðan 1.tbl. 2011máLEFnI Dagleg samskipti eru milli Vinnueftirlitsins og skóla landsins. Um það bil tíu eftirlitsmenn um allt land heimsækja leikskóla, grunnskóla og aðrar skólastofnanir. Í þeim skólum þar sem ekki liggur fyrir skrifl eg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (áhættumat) gefur eftirlitsmaður Vinnueftir- litsins fyrirmæli um það. Skólastjóri er samkvæmt vinnuverndarlögunum (nr. 46/1980) túlk- aður sem atvinnurekandi og ber þar með ábyrgð á gerð áhættumats sem á að taka til allra starfsmanna skólans. Hann ber einnig ábyrgð á að vinnuverndarstarf við skólann sé í lagi, t.d. að starfandi séu öryggis- trúnaðarmenn og öryggisverðir. Eitt helsta hlutverk öryggistrúnaðar- manna og öryggisvarða er að taka þátt í að gera áhættumat starfa. Skólastjórar bera ábyrgðina Oft leiðir áhættumatið í ljós að úrbóta er þörf. Ráðast skal strax í þær úrbætur sem auðvelt er að gera. Mikilvægt er að forgangsraða þeim úrbótum sem eftir standa og gera þarf samkvæmt áhættumatinu. Það er hlutverk skólastjóra að samþykkja endanlega þau atriði sem þarfnast úrbóta og tímasetta framkvæmdaáætlun þar sem ábyrgðarmenn úrbóta eru tilgreindir. Skólastjóri hefur ákveðið svigrúm varðandi úrbætur en þó ekki alltaf. Dæmi 1. Áhættumat leiðir í ljós að mjög heitt er á kennarastofu á sólríkum dögum. Ein af tillögum skv. áhættumati er að bæta við opnanlegum fögum á glugga kennarastofunnar. Skólastjóri telur að vandamálið skapi ekki mikla hættu en ákveður að kaupa viftu og láta dýrari úrbætur bíða fram á næsta fjárhagsár. Dæmi 2. Samkvæmt áhættumati er fúkkalykt í smíðastofu og raki í gólfi . Nemendur og kennarar hafa ítrekað kvartað. Eigandi húsnæðisins lagar ekki vandamálið þrátt fyrir ítrekaðar beiðir skólastjóra. Telji skólastjóri að fólk sé í hættu ber honum að stöðva vinnu í smíðastofunni og loka henni þar til úrbætur hafa farið fram. Hafa samband ef vafamál koma upp Það er hlutverk skólastjóra sem ber ábyrgð á daglegum rekstri, en ekki leigusala, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustaðnum. Oft eru leigusamningar með ákvæði um að leigusali ábyrgist að hús- næðið uppfylli kröfur sem opinberir aðilar geri til húsnæðis, eins og t.d. kröfur heilbrigðis- og eldvarnaeftirlits. Ef starfandi eru á svæði skólans verktakar eins og t.d. ræstitæknar, matreiðslufólk og heilbrigðisstarfsmenn er skylt að hafa samband við þá aðila og koma á samvinnu um gerð áhættumats fyrir vinnustaðinn í heild. Skólastjórar og skólayfi rvöld geta haft samband við Vinnueftirlitið komi upp vafamál um ábyrgð. Skólastjórar - vinnuvernd og ábyrgð Áhættumat starfa þarf að ná til allra þátta vinnunnar. Mynd úr safni. Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint. Texti: Leifur Gústafsson Leifur er fagstjóri áhættumats hjá Vinnueftirlitinu - www.vinnueftirlit.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.