Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 9
9 Skólavarðan 1.tbl. 2011SkóLAStARF gefst þarna kostur á að láta hæfileikana sína njóta sín í skapandi starfi með því að fást við áþreifanleg viðfangsefni. Við erum núna að hefja útikennslu í sama tilgangi og vonumst þannig til að ná til stráka og stelpna í námi. Víkurskóli er vel í sveit settur því hér er fjaran innan seilingar og svo eru skólagarðarnir í næsta nágrenni. Esjan blasir við okkur alla daga í öllu sínu veldi. Sú hefð hefur skapast að nemendur í 9. bekk fara ávallt í gönguferð á Esjuna að vori. Fyrirhugað er að útbúa útikennslusvæði hérna á lóðamörkunum í samvinnu við leikskólann Hamra. Víkurskóli fékk grænfánann afhentan í þriðja skipti í haust og við það tækifæri helguðu nemendur og starfsfólk skólans og Hamra sér svæði til útikennslu. Við spólum ekki til baka Þær hugmyndir sem uppi eru um styttingu skólatímans eru áhyggju- efni að mati Árnýjar Ingu. „Það er í raun sama hvaða leið verður farin í þeim efnum. Mér finnst það gleymast að börn eru bara 10 ár í grunnskóla og við spólum ekki til baka. Ég tek undir með SAMFOK sem lýsti áhyggjum af því að skólarnir geti ekki framvegis sinnt lög bundnum skyldum og unnið eftir námskrá grunnskóla. Það má ekki gerast og við verðum að verja börnin. Þau eru okkar fjöregg og framtíð. Við eigum á þessum umrótatímum að leggja áherslu á menntun og menningu. Í því þarf pólitísk forysta að liggja.“ Árný Inga segir kennurum þykja sjálfsagt að spara og sína hófsemi í rekstri. „Hins vegar hafa kennarar og stjórnendur áhyggjur af því að geta ekki haldið úti metnaðarfullu starfi. Í dag eru tölvur stór hluti af daglegu lífi nemenda og kennarar nýta tölvutækni mikið í sínu starfi. Það er því mikið áhyggjuefni að ekki hafi verið fjármagn til þess að endurnýja tölvukostinn frá árinu 2008. Grunnskólanemendur í dag nýta þessa tækni skemmtilega og nota margmiðlun við verkefnagerð. Auk þess er það markmið og kemur skýrt fram í námsskrá að þeir geti nýtt tölvur í framhaldsnámi og notað tölvurnar sem vinnutæki. Margmiðlunartæknin hefur aukið fjölbreytni í kennsluháttum.“ Gírum okkur upp úr krepputalinu Árný Inga segir ekkert verða slegið af faglegum kröfum eða metnaði þótt áhyggjunnar séu fyrir hendi. „Fjölbreytni í kennsluháttum kallar á fámennari nemendahópa en nú horfum við fram á enn stærri hópa. Eftir því sem hóparnir stækka gefur auga leið að kennari hefur minni yfirsýn yfir hvern nemenda. Fleiri nemendur í hópum kalla á allt önnur vinnu- brögð en verið hafa en það er allt hægt þótt það sé erfiðara.“ Hún segir að þrátt fyrir allt finni hún ekki svo mikið fyrir þreytu hjá kennurunum. „Mér finnst almennt að skólafólk hafi verið sammála um það á þessu skólaári að gíra sig upp úr krepputali og einbeita sér að faglegri umræðu um skólamál. Mér finnst kraftur og starfsgleði í hópnum,“ segir Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri í Víkurskóla í Grafarvogi. „Mér finnst almennt að skólafólk hafi verið sammála um það á þessu skólaári að gíra sig upp úr krepputali“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.