Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 18
18 Skólavarðan 1.tbl. 2011SkóLAStARF „Hér er fólk hugsi og veit ekki hvað er framundan. Það hefur enginn niðurskurðartillaga komið fram ennþá en við vitum að það verður niðurskurður“, segir Sigurgeir Sveinsson, formaður Kennarafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í skólanum eru um 500 nemendur og kennaraliðið telur um 50 manns. Tveir aðrir og mun yngri framhaldsskólar eru á Vesturlandi en það eru Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi og Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði. Skólameistarar þessara skóla hafa nú í vetur fundað með menntamálaráðherra um aukið samstarf eða jafnvel sameiningu. Þær viðræður eru á byrjunarreit og því ekkert vitað hvað kemur út úr þeim. Þingmenn varaðir við niðurskurði Kennarar í FVA hafa sent frá sér ályktanir til þingmanna þar sem þeir vara við niðurskurði, sérstaklega í starfs- og iðnnámi. „Nemandi sem klárar starfs- eða iðnnám á fjórum árum er kominn með ákveðinn starfsréttindi en nemandi sem klára bóklegt nám á sama tíma er bara með aðgang inn í annan skóla og á þá eftir önnur fjögur ár til starfsréttinda að lágmarki,“ segir Sigurgeir og bendir á að hætta sé á að horft sé í kostnaðinn við starfs- og iðnnám miðað við bóknámið. „Stærsta vandamálið í skólakerfinu varðandi iðnnemana í dag er að ef iðnnemi, sem lokið hefur námi í skóla kemst ekki á samning hjá meistara þá getur hann ekki lokið náminu og jafnframt ekki tekið viðbótarnám til stúdentsprófs því skilyrði fyrir því er að hann hafi klárað iðnnámið. Hann þarf að vera 72 vikur úti á vinnumarkaðnum. Þetta þyrfti að breytast miðað við stöðuna sem er í þjóðfélaginu í dag. Hins vegar ef við tökum dæmi af nemanda á náttúrufræðibraut sem klárar hana með stúdentsprófi, þá getur hann strax eftir það farið í iðnfræði.“ Fleiri nemendur í kennsluhópum Sigurgeir segir kennarana í skólanum finna fyrir niðurskurðinum á öllum brautum þannig að minna námsframboð sé fyrir nemendur og þar með hafi nemendur minna val. „Það verður alltaf fámenni í vissum námsgreinum sem gerir það að verkum að námið er fellt niður. Þetta kemur ekki bara niður á starfs- og iðnmenntum heldur einnig niður á bóknámsbrautum. Mér sýnist þetta dreifast nokkuð jafnt yfir skólann. Við verðum líka vör við að nemendum fjölgar í kennsluhópum, sem þýðir minni þjónustu fyrir hvern nemanda en áður var. Hvernig á t.d. kennari sem kennir eðlis- og efnafræði að sinna um og yfir 30 nem- endum í verklegri kennslu? Það er bara ekki hægt. Þetta þýðir einfald- lega að nemandi fær ekki það sem hann á að fá og þarf áður en hann fer í háskólann. Í iðnnámi er viðmiðunartalan 12 nemendur til samburðar við þetta. Við eigum að spara og draga saman og hérna í þessum skóla höfum við dregið verulega saman starfsemina. Nú er bara svo komið að við þolum ekki meira. Ef skólinn þarf að skera niður meira núna þá gerist það ekki nema til komi einhverjar stórkarlalegar aðgerðir eins og að fækka námsbrautum og um leið kennurum,“ segir hann. Ráðherra kom í heimsókn Þegar drög að fjárlagafrumvarpi lágu fyrir síðasta haust sendi Kennar- afélag FVA bréf til þingmanna og deildarstjórar skólans sendu einnig Texti & myndir: Haraldur Bjarnason Sigurgeir Sveinsson formaður Kennarafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands Óvissan fyrir kennara og nemendur er verst Sigurgeir Sveinsson „Nemendum fjölgar í kennsluhópum, sem þýðir minni þjónustu fyrir hvern nemanda“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.