Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 38
38 Skólavarðan 1.tbl. 2011SkóLAStARF Eins og allir vita eru tjáning og samskipti órjúfanlegir þættir í lífi okkar. Strax frá fæðingu höfum við þörf til að tjá okkar líðan og leit- umst þannig við að eiga í samskiptum við aðra. Leikskólakennarar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að gefa þessum þáttum mikið vægi í námi leikskólabarna og í gegnum tíðina hefur verið lagður grunnur að því að gera börnin færari í að takast á við daglegt líf seinna meir. Í Aðalnámskrá leikskóla frá 1999 var til dæmis lögð áhersla á lífsleikni sem byggir á samskiptum og rökrænni tjáningu. Í drögum að nýrri aðalnámskrá leikskóla er gengið skrefinu lengra því samkvæmt henni er tjáning og samskipti einn af fjórum námsþáttum leikskóla. Sam- kvæmt námskránni ber kennurum að skapa aðstæður svo börnin fái meðal annars tækifæri til að tjá sig með og án orða við mismunandi aðstæður, hlusta á og semja sögur, deila skoðunum og hugmyndum, taka þátt í heimspekilegum umræðum og leita að mismunandi lausnum. Málörvunarkerfi vikulega Þessu aukna vægi á tjáningu og samskipti fögnum við kennarar og annað starfsfólk leikskólans Vesturkots því við höfum lagt mikla áherslu á tjáningu og jákvæð samskipti í kennslu leikskólanemenda okkar. Elsti árgangur leikskólans fer vikulega í „Tölum saman“ stundir sem er málörvunarkerfi fyrir börn með málþroskafrávik og tvítyngd börn eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur, talmeinafræðing og Bjarteyju Sigurðardóttur, sérkennara en þar er meðal annars lögð áhersla á fram- sögn. Vikulega fara öll börn leikskólans í svokallaðar Bassastundir. Þar læra börnin meðal annars að; • sitja kyrr í sínu sæti • hlusta á hvert annað • auka úthald og einbeitingu • svara spurningum í setningum • efla samvinnu • öðlast aukin skilning á ýmsum þekkingaratriðum, t.d. formum, litum, tölum og hugtökum • vinna úr og geyma fyrirmæli • syngja og dansa • hlusta á texta • þroska tilfinningagreind sína með því að setja sig í spor annarra • þjálfa rökhugsun með því að leita lausna Bassi og Mói aðstoða Börnin fara í Bassastundir í aldursskiptum hópum og eru stundirnar sniðnar að þroska og getu hvers hóps. Þannig fá öll börnin, frá eins árs til fimm ára að njóta þessara ánægjulegu stunda á eigin forsendum. Bassastund (Peabody) sem er bandarískt kennslukerfi sem hefur þann tilgang að efla tillfinningalegan, vitrænan og málfarslegan þroska barna. Uppistaðan í stundunum eru tvær brúður, Bassi og Mói sem aðstoða kennarann í þessum stundum. Hver stund byrjar á því að Bassi vinur okkar, sem er græn og myndarleg brúða, syngur lag þar sem hann býður börnin velkomin til sín. Hann fær góða aðstoð frá kennara sem hjálpar honum að tala. Stundum kemur Mói vinur Bassa í heimsókn og hann þarf hjálp frá börnunum. Hann ruglast nefnilega oft þegar hann er að telja og hefur ekki hugtök og ýmis orð á hreinu. Börnin eru því dugleg að leiðrétta Móa sem þakkar að sjálfsögðu fyrir góða aðstoð. Bassi birtist alltaf í lok Bassastundar og spyr börnin hvað þau voru að fást við og kveður þau að lokum með söng. Bassastundir standa mis- lengi yfir, allt frá fimm mínútum upp í 20 mínútur og spilar þar inn í hversu langt úthald börnin hafa. Mikilvægt er að hætta meðan börnin hafa enn góða einbeitingu og gildir þar hugtakið ,,hætta skal leik hverjum þá hæst hann stendur.‘‘ Hér á eftir koma nokkrar hugmyndir um hvað við gerum í Bassastundum og í Tölum saman - stundum. Æfingin með bjölluna og hljómpípuna Börnin fá bjöllu í hendurnar. Þar sem við erum að æfa framsögn þá byrjum við á því að veita hverju og einu barni einstaklingsathygli. Texti: Hugborg Erlendsdóttir aðstoðaleikskólastjóri og sérkennslustjóri og Linda Hrönn Þórisdóttir deildarstjóri. Leikskólanum Vesturkoti Framsögn í leik- skólanum Vesturkoti

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.