Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 7

Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 7
 7 Setningarræða forseta kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Samkvæmt heimild í 2. gr. starfsreglna um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009 lýsi ég því yfir að aukakirkjuþing 2010, 43. kirkjuþing, er sett. Virðulegi þingheimur. Verið öll hjartanlega velkomin til þessa aukakirkjuþings á hallandi sumri. Megi drenglyndi og réttsýni, friður og sanngirni einkenna störf okkar öll á þessu þingi og á því fjögurra ára kjörtímabili kirkjuþings, sem nú fer í hönd. Megi Drottinn lýsa og leiða og stýra öllum verkum kirkjuþings í heila höfn í trúfesti og kærleika. „Allt sé hjá yður í kærleika gjört,” sagði Páll í fyrra bréfi sínu til Korintumanna. Látum þá leiðsögn verða okkur veganesti í trúnaðarstörfum á kirkjuþingi. Við minnumst á þessum morgni kirkjuleiðtogans herra Péturs Sigurgeirssonar biskups, sem lést í hárri elli 4. júní síðastliðinn. Hans hefur að verðleikum verið minnst af mikilli virðingu og þökk og svo skal enn gert á þessu fyrsta kirkjuþingi eftir fráfall hans. Pétur biskup sat á kirkjuþingi í 17 ár og í kirkjuráði tveimur árum betur. Þegar hann gegndi embætti biskups Íslands 1981-1989 var hann bæði forseti kirkjuráðs og forseti kirkjuþings eins og þá tíðkaðist. Hann skynjaði hins vegar nauðsyn þess að efla leikmenn til starfa í þjóðkirkjunni og stofnaði til fyrstu leik- mannastefnu kirkjunnar árið 1987. Ég dreg ekki í efa að sú þróun, sem síðar hefur orðið í þá átt að kalla leikmenn til raunverulegra áhrifa í kirkjunni að lúterskum hætti, hafi verið honum að skapi. Í minningarorðum sínum í dagblöðum á útfarardegi Péturs biskups gerði vígslubiskupinn á Hólum að sínum þau eftirminnilegu ummæli Jóns Ögmundarsonar Hólabiskups um fóstra sinn, Ísleif Gissurarson biskup í Skálholti: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið; hann reyndi ég svo að öllum hlutum.“ Undir þetta hygg ég að allir geti tekið er kynntust mannkostum Péturs biskups og þeirri heiðríkju, sem fylgdi honum og frú Sólveigu Ásgeirsdóttur, eiginkonu hans. Ég vil biðja þingheim að votta minningu hins fallna biskups virðingu sína með því að rísa úr sætum. Kjör til kirkjuþings fór fram dagana 1. til 15. maí síðastliðinn. Samkvæmt 1. gr. starfsreglna um þingsköp kirkjuþings kemur reglulegt kirkjuþing ekki saman fyrr en á haustmánuðum, í reynd fimm til sex mánuðum eftir kirkjuþingskjör. Áður en til þess getur komið þurfa öll þingmál að vera fullbúin, bæði mál frá kirkjuráði og einstökum kirkjuþingsmönnum. Samkvæmt 13. og 14. gr. þingskapa skulu málin áður hafa hlotið umfjöllun á þingmálafundum í héraði og jafnframt verið til kynningar á vef kirkjunnar. Eðlilegt er að ætla þessu ferli allt að tvo mánuði áður en reglulegt kirkjuþing kemur saman laugardaginn 13. nóvember næstkomandi. Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. þingskapa hefur forseti kirkjuþings heimild til að boða til aukakirkjuþings þegar brýna nauðsyn ber til með eigi skemmri fyrirvara en eins mánaðar. Slíkt aukaþing verður kvatt saman þótt reglulegt kirkjuþing hafi ekki áður verið háð á árinu eða að afloknum kosningum enda geta brýnar ástæður hvenær sem er skapast til að kveðja saman aukaþing, jafnt á kosningaári sem öðrum árum. Tildrög þessa aukakirkjuþings eru þau að séra Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum beindi því til mín hinn 9. júní síðastliðinn að kirkjuþing yrði kvatt saman til að ræða þá stöðu, sem nú er uppi í fjármálum þjóðkirkjunnar, þegar óvenjulegar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar kalla á aðhald og niðurskurð hvarvetna um samfélagið,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.