Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 8

Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 8
 8 ekki síður hjá þjóðkirkjunni en öðrum. Eðlilegt væri að nýkjörið kirkjuþing hefði aðkomu að stefnumörkun þjóðkirkjunnar í þessum málum en stæði ekki aðeins frammi fyrir gerðum samningi milli þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins á kirkjuþinginu í nóvember. Eftir stutta umhugsun og samráð við þá, sem helst koma að kirkjustjórninni, féllst ég á þessi sjónarmið 11. júní, féllst á að brýna nauðsyn bæri til þess að nýkjörið kirkjuþing, sem enn hefur ekki kosið sér framkvæmdaráð, nýtt kirkjuráð, kæmi saman nú í sumar til að ræða og horfast í augu við þann vanda, sem við blasir, og veita fráfarandi kirkjuráði veganesti í samskiptum við ríkisvaldið um fjármál þjóðkirkjunnar. Með því móti taldi ég hugmyndum um lýðræði innan þjóðkirkjunnar, vandaðri vinnubrögð, aukið samráð, valddreifingu og ábyrgð best þjónað. Á haustdögum 2008 reið holskefla efnahagshamfara yfir íslenskt samfélag og átti hún sér raunar systur víða um lönd. Ekki varð undan því vikist að skera niður útgjöld hér á landi með óvægnum hætti á árinu 2009. Þjóðkirkjan fór ekki varhluta af því og lýsti sig reiðubúna til að axla að sínu leyti þær byrðar, sem almannaheill krefðist. Um leið jukust umsvif kirkjunnar verulega við hvers kyns hjálparstarf, samræðu og sálgæslu, bænir og helgihald og beinan stuðning í rúmhelgri önn hversdagsins þar sem ótti og reiði og vonleysi höfðu gripið um sig og nauðþurftir víða á þrotum. Kirkjuþing 2009 staðfesti í nóvember viðaukasamning um tímabundna breytingu á fjárframlögum frá ríkinu samkvæmt samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997, sem geirnegldur hafði verið í 60. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Með þessum tímabundna viðaukasamningi vegna ársins 2010 og samsvarandi breytingu á þjóðkirkjulögunum voru framlög ríkisins til þjóðkirkjunnar lækkuð um 160 milljónir króna og framlag til kristnisjóðs um 9 milljónir króna. Nú hefur komið fram af hálfu ríkisvaldsins sú krafa að fjárframlög til þjóðkirkjunnar verði enn skorin niður um 9% á árinu 2011 auk þess sem sóknargjöld lækki áfram umtalsvert. Það er verkefni aukakirkjuþings í dag að bregðast við þessum kröfum og sjónarmiðum ríkisins af einurð og þó sanngirni, af réttsýni og ekki síður raunsæi. Um leið og við göngum til þessa verkefnis skulum við gera okkur skýra grein fyrir því og láta það vera öllum ljóst á hvaða réttargrunni þjóðkirkjan og fjármál hennar standa. Í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 1874 sagði í fyrsta skipti í lögum að hin evangeliska lúterska kirkja skyldi vera þjóðkirkja á Íslandi. Rómversk- kaþólska kirkjan hafði verið landskirkja hér til siðaskipta á 16. öld en þá kom lúterska kirkjan í hennar stað. Orðið þjóðkirkja var ekki haft um kaþólsku eða lútersku kirkjuna fyrr en 1874 enda var ekki þörf á því heiti til aðgreiningar frá öðrum trúfélögum þar sem þessi trúfélög ein máttu þá vera hér á landi. Stjórnarskráin 1874 löghelgar hugtakið þjóðkirkja um leið og hún mælir fyrir um almennt trúfrelsi, sem ekki þekktist áður. Landsmenn fengu nú rétt til að stofna félög til að þjóna Guði eftir sannfæringu hvers og eins en ríkisvaldið átti hins vegar að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Þessi skipan stendur enn eins og skýrlega kemur fram í 62. gr. núgildandi stjórnarskrár þótt straumhvörf hafi orðið í innri málefnum þjóðkirkjunnar í átt til aukins sjálfræðis og sjálfstjórnar, einkum á síðustu árum 15 árum eða svo. Sú þróun og stjórnarskrárákvæðið sjálft undirstrika það rækilega að þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja heldur sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. Öðrum aðila, íslenska ríkinu, er falið að styðja og vernda kirkjuna eða með öðrum orðum gera henni kleift að gegna stjórnarskrárbundnu hlutverki sínu sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.