Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 13

Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 13
 13 Framsaga biskups á aukakirkjuþingi 2010 Kallað er saman nýkjörið kirkjuþing til aukakirkjuþings vegna viðbragða við þeim vanda sem blasir við ef svo fer sem horfir um niðurskurð á fjárlögum vegna þjóðkirkjunnar. Hér er á dagskrá eitt mál: Viðbrögð kirkjuþings við niðurskurðarkröfu ríkisins fyrir árið 2011. Kirkjuþing er beðið um að taka afstöðu til tveggja þingsályktunartillagna: Hin fyrri er um tiltekin samningsmarkmið gagnvart ríkisvaldinu vegna viðaukasam- komulags sem þarf að gera við kirkjujarðasamkomulagið. Hin síðari er um að fela kirkjuráði að bregðast við niðurskurðarkröfu ríkisins með til- teknum ráðstöfunum. Almennt um fjármál þjóðkirkjunnar Það verður sífellt að minna á að framlög til þjóðkirkjunnar eru annars vegar endur- gjald fyrir eignir sem ríkið hefur yfirtekið samkvæmt lögfestu samkomulagi þar um og hins vegar sóknargjöld sem eru skilgreind sem félagsgjöld til sjálfstæðra kirkju- sókna, sem gegna víðtækri almannaþjónustu um land allt. Til að glöggva sig á fjármálum kirkjunnar er gott að fara yfir það hvernig þau eru sett fram í fjárlögum 2010. Þessir liðir eru: Þjóðkirkjan Almennur rekstur: – Biskup Íslands Á fjárlögum 2010 eru gjöld án sértekna 1.408,8 m.kr. Af þessu er um 95% launakostnaður 139 presta og prófasta, biskupa og 18 starfsmanna biskupsstofu. Laun eru ákvörðuð af kjararáði og í kjarasamningum. Annað er rekstrarkostnaður prestsembætta og prófastsembætta, sem er ákvarðaður af kirkju- þingi með starfsreglum. Rekstrarkostnaður embætta vígslubiskupa er greiddur af kirkjumálasjóði og rekstur biskupsstofu kostaður af kostnaðarhlutdeild sjóða vegna veittrar þjónustu. Biskupsstofu er einnig gert skv. samkomulagi við ríkið að afla sértekna og eru þær áætlaðar 82,8 m.kr. árið 2010. – Stofnkostnaður að fjárhæð 41,4 m.kr. til nokkurra kirkna og kirkjustaða er á grundvelli sérlaga og sérstakra ákvarðana Alþingis frá ýmsum tímum og til mismunandi langs tíma. Má þar nefna lög um afhendingu Skálholts til þjóðkirkjunnar 1963. – Kirkjumálasjóður að fjárhæð 257,4 m.kr. Fjárhæðin reiknast sem hundraðshluti ofan á sóknargjöld sem ríkið greiðir til þjóðkirkjunnar á grundvelli laga um kirkju- málasjóð vegna sérstakra tilgreindra verkefna og afhendingu eigna þjóðkirkjunnar til ríkisins. – Kristnisjóður kom til 1970 með stofnfé úr kirkjujarðasjóði og prestakallasjóði, en þeir sjóðir voru þá lagðir niður. Kristnisjóður naut síðan launa þeirra 15 prestakalla sem þá voru lögð niður og andvirði seldra kirkjujarða allt til 1997. Fjárhæðin miðast við 15 árslaun í fámennustu prestaköllum. Hún er árið 2010 82,2 m.kr. Kirkju- málasjóður annast rekstur kristnisjóðs og rennur fjárhæðin beint til kirkjumálasjóðs. – Jöfnunarsjóður sókna að fjárhæð 333 m.kr. er skv. lögum um sóknargjöld nr. 91/1987, í tengslum við upptöku staðgreiðslu skatta og var stofnaður samhliða lagaákvörðun um innheimtu sóknargjalda og afnámi lagaákvörðunar allt frá 1909 um að sóknir gætu lagt á aukagjald til viðbótar við sóknargjald. Fjárhæðin reiknast sem hundraðshluti ofan á sóknargjöld sem ríkið greiðir til þjóðkirkjunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.