Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 13
13
Framsaga biskups á aukakirkjuþingi 2010
Kallað er saman nýkjörið kirkjuþing til aukakirkjuþings vegna viðbragða við þeim
vanda sem blasir við ef svo fer sem horfir um niðurskurð á fjárlögum vegna
þjóðkirkjunnar. Hér er á dagskrá eitt mál: Viðbrögð kirkjuþings við niðurskurðarkröfu
ríkisins fyrir árið 2011.
Kirkjuþing er beðið um að taka afstöðu til tveggja þingsályktunartillagna:
Hin fyrri er um tiltekin samningsmarkmið gagnvart ríkisvaldinu vegna viðaukasam-
komulags sem þarf að gera við kirkjujarðasamkomulagið.
Hin síðari er um að fela kirkjuráði að bregðast við niðurskurðarkröfu ríkisins með til-
teknum ráðstöfunum.
Almennt um fjármál þjóðkirkjunnar
Það verður sífellt að minna á að framlög til þjóðkirkjunnar eru annars vegar endur-
gjald fyrir eignir sem ríkið hefur yfirtekið samkvæmt lögfestu samkomulagi þar um
og hins vegar sóknargjöld sem eru skilgreind sem félagsgjöld til sjálfstæðra kirkju-
sókna, sem gegna víðtækri almannaþjónustu um land allt.
Til að glöggva sig á fjármálum kirkjunnar er gott að fara yfir það hvernig þau eru sett
fram í fjárlögum 2010. Þessir liðir eru:
Þjóðkirkjan
Almennur rekstur:
– Biskup Íslands Á fjárlögum 2010 eru gjöld án sértekna 1.408,8 m.kr. Af þessu er
um 95% launakostnaður 139 presta og prófasta, biskupa og 18 starfsmanna
biskupsstofu. Laun eru ákvörðuð af kjararáði og í kjarasamningum. Annað er
rekstrarkostnaður prestsembætta og prófastsembætta, sem er ákvarðaður af kirkju-
þingi með starfsreglum. Rekstrarkostnaður embætta vígslubiskupa er greiddur af
kirkjumálasjóði og rekstur biskupsstofu kostaður af kostnaðarhlutdeild sjóða vegna
veittrar þjónustu.
Biskupsstofu er einnig gert skv. samkomulagi við ríkið að afla sértekna og eru þær
áætlaðar 82,8 m.kr. árið 2010.
– Stofnkostnaður að fjárhæð 41,4 m.kr. til nokkurra kirkna og kirkjustaða er á
grundvelli sérlaga og sérstakra ákvarðana Alþingis frá ýmsum tímum og til
mismunandi langs tíma. Má þar nefna lög um afhendingu Skálholts til þjóðkirkjunnar
1963.
– Kirkjumálasjóður að fjárhæð 257,4 m.kr. Fjárhæðin reiknast sem hundraðshluti
ofan á sóknargjöld sem ríkið greiðir til þjóðkirkjunnar á grundvelli laga um kirkju-
málasjóð vegna sérstakra tilgreindra verkefna og afhendingu eigna þjóðkirkjunnar til
ríkisins.
– Kristnisjóður kom til 1970 með stofnfé úr kirkjujarðasjóði og prestakallasjóði, en
þeir sjóðir voru þá lagðir niður. Kristnisjóður naut síðan launa þeirra 15 prestakalla
sem þá voru lögð niður og andvirði seldra kirkjujarða allt til 1997. Fjárhæðin miðast
við 15 árslaun í fámennustu prestaköllum. Hún er árið 2010 82,2 m.kr. Kirkju-
málasjóður annast rekstur kristnisjóðs og rennur fjárhæðin beint til kirkjumálasjóðs.
– Jöfnunarsjóður sókna að fjárhæð 333 m.kr. er skv. lögum um sóknargjöld nr.
91/1987, í tengslum við upptöku staðgreiðslu skatta og var stofnaður samhliða
lagaákvörðun um innheimtu sóknargjalda og afnámi lagaákvörðunar allt frá 1909 um
að sóknir gætu lagt á aukagjald til viðbótar við sóknargjald. Fjárhæðin reiknast sem
hundraðshluti ofan á sóknargjöld sem ríkið greiðir til þjóðkirkjunnar.