Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 21

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 21
 21 Sá sanni fjársjóður sé okkur ætíð í huga og minni, og á hjarta og fyrir sjónum: Hið allra helgasta fagnaðarerindi um dýrð Guðs og náð. Og án þess, og án þess samfélags sem það iðkar, ræktar og ber fram, verður engin siðbót í íslensku samfélagi! Gleymum því ekki að sá vandi sem við er að etja er „bara peningar“ aðeins fjármála- legs eðlis, og það er nóg til af peningum. Þeir eru bara ekki alltaf þar sem við vildum hafa þá! Og lausn vandans sem við er að etja á Íslandi er ekki fólgin í efnahagslegum og fjármálalegum þáttum einum heldur umfram allt andlegum og siðgæðislegum. Þeir peningar, þau fjármál sem við munum ræða hér og lögð eru kirkjunni til, eru verkfæri þjónustu fagnaðarerindisins, ekkert annað. Og vandi okkar sem gert er að klífa þrítugan hamarinn við endurskipulagningu og uppstokkun starfsins út frá forsendum minni fjárráða er sá hvernig við getum haldið uppi þjónustu við fólkið í landinu, söfnuðina, sem biðjandi, boðandi og þjónandi þjóðkirkja, aflvaki siðbótar í íslensku þjóðlífi. Af því að siðbót verður ekki ofanfrá, með auglýsingaherferðum, ekki einu sinni með nýrri stjórnarskrá, heldur með rækt og uppbyggingu samfélagsins, nærsamfélagsins á heimilum og í samfélagi í önnum og hvíld, leik og starfi, og þar gegnir trúin lykilhlutverki. Verkefni kirkjuþings í dag snertir líka samskipti kirkju og ríkisvalds á Íslandi. Þar gildir það sem vitur maður sagði eitt sinn að ef samband ríkis og kirkju er slæmt þá sé eitthvað að ríkinu, en sé það áberandi gott þá sé eitthvað að kirkjunni! Við erum held ég flest sammála hér inni að það sé eitthvað að ríkinu, alla vega ríkisbúskapnum. En mér finnst að við berum ríka skyldu til að standa með ríkisvaldinu í að vinna að lausn þeirra aðsteðjandi vandamála sem við er að etja í fjármálum þjóðarinnar. En viljum líka gera þá kröfu til ríkisins að það virði þær grundvallarforsendur sem ráðið hafa samskiptum ríkis og kirkju á Íslandi um langa hríð, og hér sé ekki verið að nota tækifærið til að veikla þjóðkirkjuna og fjárhagslegan grundvöll hennar, eins og við höfum á tilfinningunni að ýmsir vilji nú gjarna sjá gerast. Ég legg til að málinu verði vísað til þingnefndar kirkjuþings um fjármál, sem fari yfir tillögurnar, forgangsraði, komi með ábendingar og eftir atvikum nýjar tillögur til að mæta þessum niðurskurði. Kirkjuráð þiggur með þökkum holl ráð og góðan atbeina kirkjuþings að lausn þessara mála. Við göngum með gleði til góðra verka í þágu hins sanna fjársjóðs kirkjunnar – hins allra helgasta fagnaðarerindis um dýrð Guðs og náð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.