Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 29

Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 29
 29 Setningarræða forseta kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Kirkjuþing 2010 er sett. Verið öll hjartanlega velkomin hingað í dag, til 44. kirkjuþings. Megi störf þessa þings einkennast af heilindum, auðmýkt í garð þess trúnaðar sem okkur er falinn á hendur og einlægum vilja til að styrkja þjóðkirkjuna í þeirri forystu sem henni ber að veita í siðvæðingu samtímans. Við bjóðum nýjan ráðherra kirkjumála, Ögmund Jónasson, velkominn á vettvang til samstarfs við þjóðkirkjuna og þökkum fráfarandi ráðherra, frú Rögnu Árnadóttur, góðan hug í garð kirkjunnar þá skömmu hríð er vegir lágu saman. I. Frá því kirkjuþing kom saman í nóvember 2009 hafa nokkrir fyrrum kirkjuþingsmenn látist. Herra Péturs Sigurgeirssonar biskups var sérstaklega minnst á aukakirkjuþingi 7. ágúst sl. en nú verður annarra minnst: Séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup Hólastiftis hins forna lést 9. janúar 2010, tæplega níræður að aldri. Hann var fæddur á Naustum við Akureyri 16. apríl 1920. Hann var sóknarprestur á Grenjaðarstað í Aðaldal 1944 til 1986 og rak þar jafnan búskap og einnig unglingaskóla flest árin 1944 til 1969. Séra Sigurður var prófastur Suður-Þingeyinga 1957 til 1958 og 1962 til 1986, þar af í sameinuðu Þingeyjar- prófastsdæmi frá 1971. Hann var vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal 1981 til 1991, skipaður sóknarprestur í Hólaprestakalli 1986 og fluttist að Hólum sama ár, fyrstur biskupa til að sitja staðinn síðan 1798. Séra Sigurður var settur biskup Íslands um átta mánaða skeið á árunum 1987 til 1988. Eftir að hann lét af embætti var hann m.a. settur vígslubiskup í Skálholti í þrjá mánuði 1993 og aftur í Hólabiskupsdæmi samtals í eitt ár og þrjá mánuði á árunum 1999 og 2002. Séra Sigurður sat því öll biskups- embætti þjóðkirkjunnar á embættisferli sínum. Hann var varamaður frá upphafi kirkjuþings 1958 til 1964 og kirkjuþingsmaður í 22 ár, frá 1964 til 1986, og sat jafn- framt í kirkjuráði 1981 til 1986. Eiginkona séra Sigurðar, Aðalbjörg Halldórsdóttir, lést árið 2005. Gunnlaugur Finnsson lést 13. janúar 2010. Hann var fæddur á Hvilft í Önundarfirði 11. maí 1928. Hann var bóndi á Hvilft frá 1950 til 2007 og jafnframt kaupfélagsstjóri á Flateyri 1980 til 1988. Hann var alþingismaður Vestfirðinga 1974 til 1978. Gunn- laugur Finnsson gegndi trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkjuna um áratuga skeið, sat á kirkjuþingi í 28 ár, frá 1970 til 1998, og í kirkjuráði í 22 ár, frá 1976 til 1998. Eiginkona hans var Sigríður Jóhanna Bjarnadóttir en þau skildu 1984. Séra Bragi Friðriksson lést 27. maí 2010. Hann var fæddur á Ísafirði 15. mars 1927. Eftir prestsþjónustu í Manitoba í Kanada og störf fyrir Æskulýðsráð Reykjavíkur varð séra Bragi sóknarprestur í Garðaprestakalli á Álftanesi árið 1966 og prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi 1977 og gegndi þeim störfum til 1997. Hann sat í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar 1970 til 1983, á kirkjuþingi 1982 til 1986 og í kjörstjórn til kirkjuþings 1998 til 2010. Eftirlifandi eiginkona séra Braga er Katrín Eyjólfsdóttir. Séra Magnús Guðjónsson fyrrum biskupsritari lést 2. október sl. Hann var fæddur í Reykjavík 26. júní 1926. Hann gegndi prestsþjónustu á Eyrarbakka 1953 til 1972 og við Fríkirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði 1975 til 1979. Séra Magnús var biskupsritari í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.