Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 30

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 30
 30 tæp 20 ár frá, 1977 til 1996. Hann var ritari kirkjuþings á sama tíma og ritari kirkjuráðs 1977 til 1990. Hann ritaði meðal annars Sögu kirkjuráðs og kirkjuþings sem út kom 1996. Eiginkona séra Magnúsar, Anna Sigurkarlsdóttir, lést 26. apríl á þessu ári. Allir þessir menn lögðu drjúgan skerf að mörkum í þágu þjóðkirkjunnar og kirkjuþings. Ég vil biðja þingheim og gesti að votta minningu þeirra virðingu sína með því að rísa úr sætum. II. Virðulega kirkjuþing. Góðir gestir. Það er engin ástæða til að draga dul á það að þjóðkirkjan á við erfiðleika að etja um þessar mundir, erfiðleika sem ekki verða raktir til hinnar svonefndu kreppu eða bankahruns. Til þeirra vandamála sem nú steðja að samfélaginu vegna gálausrar vegferðar um himinskaut fjármála og misnotkunar á frelsi sækir kirkjan þvert á móti afl og styrk til að líkna og leiða, veita huggun í harmi og lýsa þann veg sem þjóðin þarf að ganga. Á hinn bóginn eiga erfiðleikar þjóðkirkjunnar nú rætur að rekja til innri meina, við skulum ekki fara í neinar grafgötur um það. Ásakanir um siðferðisbrest á aðra hönd og skort á samhygð og skilningi á hina leita nú uppruna síns og krefjast svara. Þjóðkirkjan verður að svara og hún vill svara, hún vill leiða hið sanna í ljós og horfast í augu við sjálfa sig, horfast í augu við það sem misfórst í eigin ranni. Hún verður jafnframt að styrkja innviði sína með aukinni samstöðu og meiri eindrægni í erfiðum úrlausnarefnum. Fyrir þessu kirkjuþingi liggur að setja á stofn rannsóknarnefnd um viðbrögð og starfshætti kirkjunnar í málum sem við vildum öll að væru kirkjunni fjarri. En veruleikinn kallar og við honum verður að bregðast. Gerum það af sannsýni, umburðarlyndi, velvild og virðuleika – og horfumst í augu við það sem var og verður að breytast. Verkefni kirkjunnar er nákvæmlega meitlað í þessum ljóðstöfum Njarðar P. Njarðvík: Sérhver manneskja verður að læra að horfast svo fast í augu við sjálfa sig að hún neyðist til að líta undan. Og horfa svo aftur án þess að líta undan. III. Við komum saman á aukakirkjuþingi á hallandi sumri vegna andstreymis í fjármálum, kröfu ríkisins um niðurskurð á þeim framlögum til þjóðkirkjunnar sem ríkisvaldinu ber að svara samkvæmt lögfestum samningum á grundvelli stórfelldrar eignatilfærslu frá kirkjunni til ríkisins á öldinni sem leið. Við vildum að ríkið sýndi kirkjunni meiri sanngirni en við blasti, ekki hlífð heldur sanngirni í ljósi þess veruleika sem við horfumst í augu við í samskiptum ríkis og kirkju og þess brýna hlutverks sem þjóðkirkjan gegnir um dreifðar byggðir landsins til sjávar og sveita, ekki síst á þrengingatímum. Hitt má ekki gleymast að þjóðkirkjan hefur frá upphafi áfallanna verið reiðubúin til að leggja sitt af mörkum, bæði í niðurskurði og stórauknu framlagi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.