Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 31

Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 31
 31 til hjálparstarfs, til stuðnings og styrktar þeim sem verst eru settir í því samfélagi sem ekki man alltaf eftir sínum minnstu bræðrum. Ríkisvaldið og þjóðkirkjan hafa nú í annað sinn náð samkomulagi um tímabundna breytingu á fjárframlögum frá ríkinu samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997, sem geirneglt er í 60. gr. þjóðkirkjulaga. Það kemur nú til kasta kirkjuþings og Alþingis að staðfesta þessa samningsgerð. Mikilvægast er þó að milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar skuli ríkja samskilningur á því að ekki verði hróflað við gerðu og lögfestu samkomulagi frá 1997 nema með atbeina og samþykki beggja samningsaðila. IV. Umræður og deilur um fjármál þjóðkirkjunnar hljóta að leiða hugann að samskiptum ríkis og kirkju og margir hafa á orði að tímabært kunni að vera að skilja til fulls þar á milli. Þær raddir heyrðust á þjóðfundi fyrir skömmu og þetta álitaefni mun vafalaust koma til kasta stjórnlagaþings á næsta ári. Ekkert er nýtt undir sólinni og ekkert mannanna verk stendur um aldur og ævi. Til þess að slík umræða geti verið vitræn og sanngjörn verða menn hins vegar að gera sér skýra grein fyrir því hver staða þjóðkirkjunnar í samfélaginu er í raun og veru. Kirkjan stendur á fornum grunni sögu og menningar en sækir þó afl sitt og styrk á hverjum tíma til samtímans, til þjóðarinnar, til siðgæðis- og trúarvitundar Íslendinga. Hugtakið þjóðkirkja var löghelgað í stjórnarskránni 1874 um leið og trúfrelsi var leitt í lög hér á landi. Frá þeim tíma, í 136 ár, hefur það verið stjórnarskrárbundin skylda ríkisins að styðja og vernda þjóðkirkjuna en gera jafnframt öðrum trúfélögum í landinu kleift að iðka starf sitt og átrúnað. Þetta þýðir hins vegar ekki að þjóðkirkjan sé ríkiskirkja eins og þeir vilja helst halda fram sem mest er í nöp við kirkjuna. Þetta þýðir heldur ekki að með þessu fyrirkomulagi sé gengið á svig við jafnræðisreglur og mannréttindi yfirleitt eins og staðfest hefur verið af þeim alþjóðlegu stofnunum sem fjallað hafa um tilvist þjóðkirkju í ríkjum og þá sérstöðu sem hún nýtur. Í 62. gr. stjórnarskrárinnar felst það fyrst og fremst að þjóð og kirkja séu nátengd og eigi samstöðu um trúarskilning og trúartraust, veiti hvor annarri styrk og stuðning í nánu samneyti, hvort heldur í meðbyr eða mótlæti. Stjórnarskrárákvæðið og sú þróun sem orðið hefur í átt til aukins sjálfræðis og sjálfsstjórnar kirkjunnar, einkum á síðustu 15 árum eða svo, taka af öll tvímæli um að ríki og þjóðkirkja eru ekki eitt. Þjóðkirkjan er því sannarlega ekki ríkiskirkja eins og til að mynda danska kirkjan sem í einu og öllu lýtur ráðuneyti kirkjumála og hefur ekkert kirkjuþing til að ráða sínum innri málum. Þjóðkirkjan íslenska er sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili – þjóðkirkja sem nýtur réttinda og ber skyldur að lögum, þjóðkirkja sem öðrum aðila, íslenska ríkinu, ber að styðja og vernda. Í stjórnarskrárákvæðinu felst sú skylda ríkisstjórnar og Alþingis að tryggja að þjóðkirkjan geti gegnt stjórnarskrárbundnu hlutverki sínu gagnvart þjóðinni. Það hefur ríkisvaldið meðal annars gert með því að veita kirkjunni ótvírætt sjálfstæði um innri málefni sín, ekki síst með þjóðkirkjulöggjöfinni 1997. Það má vera alveg skýrt að þjóðkirkjan vill áfram vera þjóðkirkja í dýpsta skilningi þess orðs án þess að vera ríkiskirkja – þjóðkirkja sem styrkir og eflir og auðgar samfélagið og siðmenningu þess. Ef til fulls aðskilnaðar kemur milli ríkis og kirkju með afnámi stjórnarskrárákvæðisins um vernd og stuðning ríkisins við kirkjuna mun þjóðkirkjan engu að síður geta gegnt mikilsverðu hlutverki sínu sem leiðandi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.