Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 33

Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 33
 33 Kirkjuþing fær nú það verkefni að breyta samþykktum um innri málefni þjóð- kirkjunnar til samræmis við hina breyttu löggjöf og gerir það vafalaust með reisn og sóma. Margir hafa sjálfsagt átt von á því – og jafnvel bundið við það vonir – að þetta verkefni yrði þjóðkirkjunni ofviða. Sú er ekki raunin og kirkjan getur fyllilega tekist á við breytta skilgreiningu hjónabandsins í lögum. Það gerir hún að sjálfsögðu með þeim kærleika og umburðarlyndi sem er undirstaða kristinnar trúar um leið og samviskufrelsi einstakra þjóna kirkjunnar verður virt. Það er mikilvægt að þjóðkirkjan gangi hér fram með jákvæðum og opnum huga og lýsi fullum og óskoruðum vilja sínum til að hafa áfram vígsluvald og stuðla þannig að áframhaldandi samfylgd kirkju og þjóðar í hjúskaparmálum. Hinu mega menn svo ekki gleyma að áður en til þessarar breytingar á hjúskaparlögum kom hafði þjóðkirkjan íslenska þrátt fyrir allt þegar skipað sér í hóp þeirra lútersku kirkna á heimsbyggðinni sem lengst gengu í því að virða stöðu og réttindi samkynhneigðra. VII. Við setningu kirkjuþings fyrir ári setti ég fram hugmynd um almennan kosningarétt þjóðkirkjufólks við val á þingfulltrúum. Því miður fékk sú hugmynd enga sérstaka umfjöllun á þinginu vegna þess að tillaga frá kirkjuráði að nýjum starfsreglum um kjör til kirkjuþings hlaut þau fátíðu örlög að falla við fyrri umræðu og löggjafarnefnd þingsins fékk þannig ekki tilefni til að huga að breyttum og bættum kosningareglum. Kirkjuþing samþykkti þó að tillögu allsherjarnefndar þá ályktun að kannaðar yrðu leiðir til að rýmka kosningarétt og auka á þann hátt lýðræði innan þjóðkirkjunnar. Undir þetta hefur leikmannastefna þjóðkirkjunnar tekið með afgerandi hætti fyrr á árinu. Fráfarandi kirkjuráð leggur til við kirkjuþing að nú þegar verði hafist handa við að endurskoða reglur um kjör til þingsins. Það er vissulega mikilvægt að huga alvarlega að þessu þýðingarmikla máli þegar í upphafi starfstíma nýrra kirkjuþingsfulltrúa svo að góður tími gefist til að finna viðunandi lausn. Það er að mínum dómi alveg ljóst að núgildandi kosningareglur fullnægja á engan hátt þeim kröfum sem gera verður til sanngirni og réttlætis í því fulltrúalýðræði sem er undirstaða æðstu valdastofnunar þjóðkirkjunnar, kirkjuþingsins, sérstaklega ekki reglur um kosningu vígðra þjóna. Við þessa fyrirhuguðu endurskoðun þarf að velta við öllum steinum og ræða bæði stærð kjördæma og rýmkaðan kosningarétt, hvernig kosningar geti best farið fram, hvort taka beri upp listakosningar eða halda persónukjöri og hvernig framboðum skuli þá vera háttað og hvort nokkur ástæða sé til þess lengur að gera þann greinarmun að leikmenn kjósi eingöngu leikmenn og vígðir þjónar kirkjunnar eingöngu vígða menn. Öllu þessu þarf að gefa góðan gaum og þjóðkirkjan verður umfram allt að efla til muna lýðræði innan vébanda sinna og kosta kapps um að leikreglur endurspegli vilja þeirra og viðhorf sem láta sig málefni kirkjunnar einhverju varða. VIII. Kirkjuþing kemur saman að þessu sinni á miklum umbrota- og átakatímum í þjóðfélaginu. Þung áföll hafa dunið yfir, bæði af manna völdum og náttúru, og tilvera margra hefur skekist og brotnað eins og gjarnan hendir mannvirki í miklum landskjálftum. Séra Jón Steingrímsson á Prestsbakka á Síðu skrifaði árið 1788 um undanfarandi Skaftárelda og móðuharðindi: Áður en þessi landplága yfir féll voru mikil landgæði og árgæska, þó best væri það seinasta ár með grasvöxt og veðurspekt til lands og sjávar, eins fiskiafla. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.