Gerðir kirkjuþings - 2010, Qupperneq 35

Gerðir kirkjuþings - 2010, Qupperneq 35
 35 Ávarp dómsmála- og mannréttindaráðherra, Ögmundar Jónassonar Íslenskt þjóðfélag tekur örum breytingum. Þær breytingar endurspeglast á meðal annars í viðhorfum til trúarbragða og stofnana sem þeim tengjast. Talað er um að skilja að ríki og kirkju – að fullu, höggva á öll tengsl. Spurt er hvort trúarbragða- fræðsla eigi heima í skólum og þá hvernig og í hvaða mæli. Eiga allir að sitja við sama borð? Kristin trú, Islam, lífsskoðunarfélög, Búddismi? Hvert viljum við stefna? Þessum spurningum er varpað fram í þjóðfélagsumræðunni og ég hef fylgst af áhuga með því hvernig kirkjunnar menn hafa blandað sér í þessa umræðu og iðulega átt frumkvæði að henni sjálfir. Hefur mér þótt hún vera alvöruþrungin og mjög á dýptina. Sjálfur hef ég velt þessu nokkuð fyrir mér. Eitt er að horfa til hinna trúarlegu og siðfræðilegu þátta, annað er að líta til stofnana og forms. Viðfangsefni umræðunnar eru tengslin þarna á milli. Spyrja þarf um markmið. Í mínum huga hlýtur takmarkið að vera að skapa víðsýnt og umburðarlynt samfélag; samfélag sem virðir lýðræðislegan og einstaklingsbundinn rétt; samfélag sem skapar ekki einum rétt á kostnað annars. Við viljum í senn lúta lýðræðislegum meirihlutavilja og virða minnihlutasjónarmið. Þetta eru markmiðin hvað skipulagið varðar. Ef mönnum þykir núverandi skipulagi ábótavant og það ekki fullnægja þessum grund- vallaratriðum, þá þarf að gera á því breytingar. Spurningin er þá hverjar þær breytingar eigi að vera og þá ekki síður hvernig þeim skuli hrundið í framkvæmd. Hér leyfi ég mér að hvetja til mikillar yfirvegunar. Kirkjan er hluti af heild. Þegar rætt er um samskipti ríkis og kirkju þarf að spyrja hvernig við viljum haga samskiptum ríkis og trúarhreyfinga almennt í framtíðinni. Ef hugsunin er sú að réttlætinu verði þá fyrst fullnægt að öllum trúarbrögðum og trúflokkum verði tryggð sama aðstaða og stuðningur og kristin kirkja hefur haft þegar best hefur látið, þá gæti þessi nálgun leitt til meiri stofnanalegrar trúvæðingar í samfélaginu en við höfum þekkt til þessa. Hin varfærnari og þess vegna íhaldssamari nálgun byggir á því að draga fremur úr en bæta í. Þar er ég á báti. Þau viðhorf eru allfyrirferðarmikil, ekki aðeins innan þjóðkirkjunnar heldur í ýmsum trúarsöfnuðum að of langt sé gengið í því að úthýsa trúarbrögðum úr daglegu lífi skólans. Þau viðhorf heyrast viðruð að ganga eigi í gagnstæða átt og að trúarlíf eigi að fá ríkulegri aðgang að stofnunum, skólum og öllu opinberu lífi en nú er. Þessi viðhorf eru síður en svo einskorðuð við einhver ein trúarbrögð. Það ber þjóðkirkjunnar mönnum að hafa í huga. Víða erlendis eru það einmitt annarrar trúar menn en kristinnar trúar sem halda þeim á loft. Verði okkur úthýst úr skólum og stofnanalífi, segir þessi hópur, hljótum við, með hliðsjón af þeim grunnreglum sem halda ber í heiðri um trúfrelsi og virðingu fyrir rétti minnihlutahópa, að fá að stofna sérstaka skóla með áherslu á okkar trúarbrögð með öflugum styrk frá ríkinu og ekki minni en almennir skólar fá. Þetta viðhorf er vissulega til staðar hér á landi og hefur íslenkst samfélag svarað því, til dæmis með því að styrkja kaþólskan skóla í Reykjavík. Ekki er hann hverfisskóli en stuðningurinn byggist á þessari almennu afstöðu um að virða beri vilja fólks óháð því hvort vilji fólks tengist trúarbrögðum eða skólastefnu. En hversu langt værum við reiðubúin að ganga í þessu efni? Á að virða rétt allra trúarbragða með þessum hætti inni í stofnanakerfi landsins?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.