Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 36

Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 36
 36 Allt þetta hljótum við að hugleiða þegar við horfum til framtíðar. Og þetta eru sjónar- mið sem þjóðkirkjan verður að hafa hliðsjón af í umræðu um trúboð í skólastarfi. Enda þótt ég sé almennt þeirrar skoðunar að trúarbrögð eigi í mjög takmörkuðum mæli að fá aðgang að skólastofnunum, þá þarf að hyggja að ábendingum skólafólks um að ekki megi vanrækja skólann sem mikilvægan vettvang til að ná til mismunandi trúar- og menningarheima. Það verði að horfast í augu við veruleikann og fræða um hann, einnig trúarbrögðin. Hanna Ragnarsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, hefur bent á, að almennt reyndi fólk sem flust hefði til landsins að laga sig að sam- félaginu. Skólarnir okkar, sagði hún, væru ekki hugsaðir fyrir það fjölmenningarsam- félag sem hér væri þegar orðið. Þetta þýddi til dæmis að börnum, sem kæmu frá fjölskyldum sem væru ekki kristinnar trúar, væri þröngvað inn í annan heim í skól- anum. Spenna myndaðist, annars vegar vegna viljans til að aðlagast og hins vegar löngunar til að sýna þeim gildum sem fjölskyldan innrætti, virðingu og fylgispekt. Þetta gæti grafið undan samstöðu innan fjölskyldunnar og/eða leitt til einangrunar hennar, sem þá færi að sinna sinni trú á heimilinu og þá í samneyti við aðrar fjöl- skyldur af sama uppruna og menningarheimi. Þessi einangrun væri varasöm, að mati lektorsins, og yrði skólinn að íhuga leiðir til að laga sig að þörfum fólksins í stað þess að þröngva því inn í sitt einsleita mót. Þetta sjónarhorn á umræðuna er mikilvægt: Að við spyrjum að hvaða marki samfélagið og stofnanir þess eigi að laga sig að fjölbreytileikanum og svo á hinn bóginn, að hvaða marki hægt sé að ætlast til að einstaklingar og hópar lagi sig að samfélaginu. Að því leyti sem hið síðarnefnda er upp á teningnum hlýtur að vera rík krafa um jafnræði, tillitssemi og víðsýni. Kristín Dýrfjörð, lektor við Háskólann á Akureyri, hefur bent á að við eigum að horfast í augu við að Ísland er fjölmenningar- þjóðfélag, og kennarar sérstaklega verði að vera sér þessa meðvitaðir og virða mismunandi óskir og þarfir. Undir þetta vil ég taka, bæði út frá sjónarhóli skoðana- og trúfrelsis en einnig af þeirri praktísku ástæðu að sinna beri þessum þörfum og kröfum í sameiginlegu umhverfi allra hópa í þjóðfélaginu en ekki í sérskólum sem reistir eru á grundvelli trúarbragða. Allt er þetta vandmeðfarið og línur ekki alltaf skýrar. En hvar drögum við mörkin á milli trúarlegs efnis annars vegar og efnis sem flokka má undir almenna hefð en með trúarlegu ívafi? Þegar talað er um að leggja niður kirkjuna sem þjóðkirkju, þá finnst mér stundum að menn séu að tala um hið ómögulega. Við hvorki viljum né getum lagt niður þjóðkirkjuna í þeim skilningi að hún er saga okkar í þúsund ár. Hún er menning okkar og hefð. Hvað með Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar svo dæmi sé tekið? Getur verið að einhverjum sé það virkilega alvara að láta banna að hafa þær fyrir börnum? Hér væri ekki aðeins verið að úthýsa trúarlegu efni heldur gamalgrónum heilræðum og menningararfi. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.