Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 40

Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 40
 40 Ávarp biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar Dómsmála- og mannréttindaráðherra, Ögmundur Jónasson, forseti kirkjuþings, þing- fulltrúar, góðir gestir. Við mætum til kirkjuþings á miklum óvissu- og átakatímum þjóðar og kirkju. Ég hlustaði ekki alls fyrir löngu á mann sem stýrir félagsmálakerfi stórs sveitarfélags tala um stöðu heimilanna í landinu. Hann sagði eitthvað sem svo að hér hefði verið hrun og hér hefði verið kreppa en nú væri það orðið ástand. Orðið ástand sat eftir í huga mér. Kreppa er tímabundið fyrirbæri, ber í sér tækifæri til breytinga og umbóta. Hrun er áfall en svo einhenda menn sér í að hreinsa til og reisa úr rústum. Ástand lýsir veruleika sem virðist kominn til að vera, og felur í sér vonleysi og vantraust. Þegar það grípur um sig í samfélaginu, þá eru grunnstoðir þess í hættu. Almenningi virðist sem hagsmunir hinna auðugu séu teknir fram yfir hagsmuni einstaklinga og heimila og réttur hins almenna skuldara sé fyrir borð borinn þótt flestir viðurkenni forsendubrest í orði. Og þegar þúsundir fjölskyldna sjá hag sínum stefnt í voða og sjá engar aðgerðir sem að gagni mega koma, þegar fjöldi fólks hefur flutt úr landi eða er að íhuga það í alvöru, af því að hér er enga vinnu að fá og engin úrræði í sjónmáli, þegar biðraðir myndast þar sem útdeilt er mat og fatnaði til fátækra, þá blasir við ástand sem við megum ekki una, ólíðandi smánarblettur á okkar þjóðfélagi. Mörgum finnst sem íslenskt samfélag sé að skiptast í tapara og sigurvegara, gjáin þar í milli sé að dýpka. Það er alvarlegt ástand og óþolandi með öllu. Sagan kennir okkur að þess konar ástand grefur undan lýðræðinu, kallað er eftir hinum sterka leiðtoga sem skili þeim árangri sem fulltrúalýðræðinu virðist um megn, hrópin og slagorðin taka yfir. Þorri fólks sýnir þó æðruleysi, kjark og vit, samkennd og sjálfsstjórn til að takast á við ástandið. En fólk þarf að sjá og finna árangur fórna sinna og viðleitni, það þráir að sjá öfl umbreytingar að verki við að breyta ástandi vonleysis og uppgjafar til upp- byggingar. Alþingi og stjórnvöld og fjármálastofnanir landsins gegna sannarlega lykilhlutverki. En ekki síður sá félagsauður og mannauður sem er að finna í nærsamfélaginu. Þar er vettvangur kirkjunnar, safnaða hennar og stofnana. Þótt ástandið sé alvarlegt, þá má samt víða merkja vonartákn og vorboða. Ísland er þrátt fyrir efnahagshrun í 17. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna hvað varðar lífskjör í heiminum, við hlið Finnlands. Á mælikvarða heimsbyggðarinnar erum við ótvírætt vellauðug og megum ekki missa sjónar á þeim nægtum sem við þrátt fyrir allt njótum. Þjóðfundurinn gefur vonir um að takast megi að virkja það mikla afl og auð sem býr í íslenskri þjóðarsál til sóknar fyrir og samstöðu um grundvallarþætti hins góða samfélags. Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið var á Akureyri á dögunum vekur mér vonir. Það er mér ógleymanlegt að hitta fyrir þessi sjö hundruð ungmenni sem voru komin saman undir forystu dugmikilla presta, djákna og æskulýðsleiðtoga hvaðanæva af landinu og lögðu sig fram um að fræðast um fátækt í heiminum og söfnuðu fé til að leysa 60 ánauðug börn á Indlandi úr ánauð. Kjörorð þeirra voru: „Við erum hendur Guðs í þágu góðra verka í heiminum. Enginn getur gert allt – allir geta gert eitthvað!“ Það var vonargeisli sem varpar birtu sinni inn í veturinn. Eins er um þær góðu viðtökur af hálfu almennings sem fermingarbörnin hafa fengið undanfarna daga er þau hafa gengið í hús til að safna til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, það vekur von og gleði. Sá virki stuðningur sem margar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.