Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 42

Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 42
 42 Ljóst er að íslenska þjóðin treystir sóknarkirkjunni og prestunum. Fólk sem þiggur þjónustu kirkjunnar treystir henni. Starf og þjónusta þjóðkirkjunnar nær til landsmanna allra til ystu nesja og innstu dala. Hið þétta og víðtæka samfélagsnet sem þjóðkirkjan myndar í íslensku þjóðfélagi mótar þjóðarvefinn og menninguna meir en okkur er alla jafna ljóst. Á þriðja hundrað söfnuðir þjóðkirkjunnar starfa um land allt, þar sem á annað þúsund manns sitja í sóknarnefndum, þúsundir syngja í kirkjukórum og barnakórum kirknanna. Auk þess fjölda sem sækir kirkju, en samkvæmt fyrrnefndri viðhorfskönnun sækir hver Íslendingur kirkju að meðaltali fjórum sinnum á ári. Þjóðkirkjan hefur markvisst unnið að því að bæta starfshætti og efla þjónustu, aldrei hafa verið fleiri tilboð um helgihald, fræðslu og þjónustu á vettvangi safnaðanna, og ég hygg að aldrei fyrr hafi í raun fleiri sótt guðsþjónustur og annað helgihald kirkjunnar en nú. Þjóðkirkjan er sannarlega víðfeðm og fjölbreytt almannahreyfing. Hjartsláttur kirkjunnar er í söfnuðunum í boðun, bæn og þjónustu við náungann. Með bæn sinni, boðun og þjónustu er kirkjan að byggja upp samfélag, nærsamfélag sem hvílir á grundvelli trúar, vonar og kærleika. Bæn foreldra fyrir og með barni sínu, myndin af Jesú og englum Guðs yfir rúminu, hefðir og hátíðir sem varpa birtu og helgi yfir lífið og móta og næra virðingu fyrir því sem æðra er, þetta eru berandi meginþættir í samfélagsvefnum. Já, kristið heimili er lífskjarni kristins siðar. Guðsþjónusta kirkjunnar hefur siðferðislega skírskotun, er áminning þess að við sitjum öll við sama borð, hvert öðru háð, okkur ber að gæta hvers annars, og styðja þau smáu og veiku, og þau öll sem bugast og falla, af því að Guð elskar alla jafnt. Þarna birtist eigind og köllun þjóðkirkjunnar, og þetta mótar sýn okkar á samfélagið sem velferðarsamfélag. En verður æ að birtast í verki á vettvangi hversdagsins. Í Pælingum sínum spyr dr. Páll Skúlason: „Hvað er það sem skiptir raunverulega máli fyrir Íslendinga sem eina heild, eina þjóð?“ Og hann svarar:„Þeirri spurningu vil ég svara í þremur orðum: Sjálfstæðið, efnahagurinn og trúin. Þessar þrjár víddir þjóðfélagsins, [ hin stjórnmálalega, hin efnahagslega og hin trúarlega – eru meginstoðir hverrar menningar og bresti í einni þeirra þá hriktir í hinum tveimur. Af þessum þremur stoðum höfum við að undanförnu lagt langminnsta rækt við trúna, hina andlegu vídd ... Ég held að við gerum okkur ekki enn nægilega grein fyrir því hvað af þessu getur hlotist.“ Svo mörg voru þau orð hins vitra og virta heimspekings. Stjórnarskrá skipar málefnum ríkisins, skilgreinir ábyrgð og valdmörk og samband ríkisvaldsins og borgaranna. En þar við bætist það hlutverk stjórnarskráa að orða eða skilgreina þau grundvallargildi, tákn og hugmyndir sem gera samfélagið það sem það er eða vill vera, setja fram grundvöll og markmið samfélagsins. Í ljósi þess getum við séð ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands um þjóðkirkju. Þau skilgreina að íslenskt samfélag er byggt á grunni ákveðinnar sögu og siðmenningar. Umræðan um ríki og kirkju snýst að mínu mati of oft um fjármál, eignir og embætti. Sama á svo sem við um íslensk stjórnmál alla jafna og yfirleitt. Hún ætti fremur að snúast þetta sem Páll Skúlason minnir á: um eðli, eigind og grundvallargildi þjóðríkisins og menningarinnar. Þjóðkirkjan er umfram allt samhengi og samfélag sem leggur ekki aðeins þjóðfélaginu til mikilvæg gildi, heldur ómælda andlega auðlegð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.