Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 56
56
löggjafarnefndar, og Einar Karl Haraldsson, formaður fjárhagsnefndar, boðuðu
forföll.
Starfsfólk kirkjuráðs
Hjá kirkjuráði starfa sex starfsmenn í fullu starfi. Þau eru: Framkvæmdastjóri
kirkjuráðs, Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur, Anna Guðmunda Ingvars-
dóttir lögfræðingur, Guðrún Finnbjarnardóttir fulltrúi, Höskuldur Sveinsson arkitekt
og Kristín Mjöll Kristinsdóttir innanhúsarkitekt, öll á fasteignasviði. Á sviði upp-
lýsingatæknimála starfar Örvar Kárason verkefnisstjóri. Umsjónarmaður notenda-
aðstoðar, Ragna Björk Kristjánsdóttir, hefur sagt starfi sínu lausu og hélt til
framhaldsnáms í London. Ekki verður ráðið í hennar starf að svo stöddu. Ragnhildur
Benediktsdóttir skrifstofustjóri hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri kirkjuráðs á
þessu starfsári. Í hlutastarfi hjá kirkjuráði eru Magnhildur Sigurbjörnsdóttir við-
skiptafræðingur á Biskupsstofu í 40% starfshlutfalli og Sigurgeir Skúlason land-
fræðingur í 25% starfshlutfalli.
III. Verkefni kirkjuráðs á starfsárinu
Kirkjuþing 2009 var haldið í Grensáskirkju dagana 7. til 12. nóvember sl. Á þinginu
voru lögð fram 28 mál. Þar af voru níu þingmannamál, kirkjuráð flutti 14 mál, biskup
Íslands tvö mál, löggjafarnefnd eitt mál og dómsmála- og mannréttindaráðherra eitt
mál. Eitt mál fékk ekki framgang eftir fyrri umræðu. Að venju voru Gerðir
kirkjuþings gefnar út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta, formanna sóknarnefnda
o.fl. Þar er finna breytingar á starfsreglum, nýjar starfsreglur og ályktanir og
samþykktir kirkjuþings. Kirkjuráð hefur unnið að framkvæmd þeirra mála sem
kirkjuráð samþykkti, svo og að fleiri málum sem berast kirkjuráði á annan hátt.
Hér verður gerð grein fyrir verkefnum kirkjuráðs vegna ályktana og samþykkta
kirkjuþings 2009.
1. mál. Skýrsla kirkjuráðs
Kirkjuþing 2009 ályktaði að hvetja söfnuði landsins til að standa þétt að baki
Hjálparstarfi kirkjunnar með auknum fjárframlögum og kynningu á starfinu.
Kirkjuráð hefur kynnt sóknarnefndum þessa ályktun.
Kirkjuþing 2009 hvatti kirkjuráð til að leita leiða við að styðja safnaðarstarf erlendis
og kanna nýjar leiðir til þess að fjármagna það.
Biskup Íslands skrifaði sænsku kirkjunni og Kaupmannahafnarbiskupi í þessu skyni.
Ýmis erindi hafa borist frá söfnuðunum erlendis þar sem prestsþjónustunnar naut, þar
sem biskup og kirkjuráð hafa verið hvött til að sjá til þess að prestsþjónusta þar leggist
ekki af. Veitt hefur verið lágmarksþjónusta hjá söfnuðunum í London, Kaupmanna-
höfn og Lúxemborg.
Kaupmannahafnarbiskup hefur beitt sér fyrir lausn f.h. íslenska safnaðarins, með
dyggum stuðningi sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Biskupi barst bréf danska
kirkjumálaráðuneytisins til sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn þar sem gerð er grein
fyrir þremur mögulegum leiðum til að veita Íslendingum prestsþjónustu að dönskum
lögum. Æskilegasta leiðin virðist vera sú að íslenskur prestur verði þjónandi prestur
dönsku kirkjunnar og þjóni Íslendingum búsettum í Danmörku. Danska kirkjumála-
ráðuneytið er með málið til umfjöllunar.
Sjúkratryggingar Íslands hafa ráðið sr. Ágúst Einarsson, sem var prestur Íslendinga í
Svíþjóð, sem prest Íslendinga í Svíþjóð í u.þ.b. 50% starf til að sinna sjúklingum sem
sendir eru í aðgerðir í Gautaborg. Einnig hefur sænska kirkjan lagt fram fjármuni til
að hægt verði að sinna þjónustu við Íslendinga í Svíþjóð. Biskupi hefur verið falið að