Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 60
60
sameiningu og þess krafist að embætti sóknarprests yrði auglýst. Við þessum erindum
bókaði kirkjuráð eftirfarandi svar:
„Kirkjuþing 2009 samþykkti starfsreglur um að sameina Hraungerðisprestakall og
Selfossprestakall í eitt prestakall. Starfsreglur kirkjuþings eru bindandi og því er ekki
unnt að verða við ósk sóknarbarna um að auglýsa embætti sóknarprests og almenna
kosningu. Við sameininguna fækkaði prestaköllum um eitt þannig að nýtt prestakall
varð ekki til og af þeim sökum hvorki skylt né heimilt að auglýsa embætti sóknar-
prests. Sóknarprestur Hraungerðisprestakalls er því sóknarprestur í hinu sameinaða
prestakalli. Biskup Íslands hefur ákveðið að auglýsa eftir presti til starfa í Selfoss-
prestakalli með sérstakar skyldur við Selfosskirkju. Samkvæmt starfsreglum kirkju-
þings geta sóknarbörn óskað eftir almennri kosningu um embætti prests innan tveggja
vikna frá því að auglýsing birtist. Ella mun valnefnd prestakallsins velja prestinn.“
Vegna þingsályktunar kirkjuþings 2009 um sameiningu Múla- og Austfjarðaprófasts-
dæma barst kirkjuráði erindi frá héraðsnefnd Múlaprófastsdæmis þar sem óskað var
m.a. svara við því hver væri ávinningur af því að sameina prófastsdæmin og hvernig
komið yrði til móts við auknar embættisskyldur þess prests sem verður prófastur hins
nýja prófastsdæmis. Héraðsnefnd Múlaprófastsdæmis lýsti sig fúsa til þess að vinna
með kirkjuráði að úttekt á hugmyndavinnu og markmiðssetningu ásamt úttekt á því
hvort um fjárhagslegan ávinning væri að ræða ef stofnað væri nýtt prófastsdæmi á
Austurlandi á grunni þeirra tveggja sem fyrir eru.
Kirkjuráð hefur bent á að tilgangur með sameiningu prófastsdæma sé að styrkja þau
sem starfseiningar og auka á hagræðingu í starfi prófasta og rekstri prófastsdæmanna.
Tillögurnar byggist m.a. á:
a) stefnu- og starfsáherslum þjóðkirkjunnar 2004-2010,
b) vinnu og skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu þjóðkirkjunnar,
c) breytingum sem orðið hafa í samgöngum og samskiptatækni,
d) hagræðingarkröfu sem þjóðkirkjan þarf að mæta í efnahagsþrengingum.
Nú hefur verið lögð sérstök áhersla á endurskoðun á heildarmarkmiðum þjónustu
kirkjunnar sem byggist á þekkingu og mati á núverandi þjónustu við ólíkar aðstæður í
landinu. Ein af meginhugmyndum nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar
fjallar einmitt um samstarfssvæði og þar með verulega aukið samstarf presta og
annars starfsfólks kirkjunnar. Í slíku samstarfi felst ávinningur þess að sameina
prófastsdæmi og styrkja þau þannig sem starfseiningar. Nú liggur fyrir kirkjuþingi
tillaga til þingsályktunar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar.
4. mál. Samþykktir um innri málefni kirkjunnar
Í ljósi fyrirhugaðra breytinga á hjúskaparlögum þótti rétt að bíða með útgáfu og
kynningu samþykktanna. Nú hafa þessar breytingar orðið að lögum. Vísað er til
greinargerðar með 20. máli kirkjuþings 2010.
5. mál. Áfangaskýrsla um heildarskipan þjónustu þjóðkirkjunnar
Lögð var fram áfangaskýrsla á kirkjuþingi 2009 um heildarskipan þjónustu þjóð-
kirkjunnar og var samþykkt að fela kirkjuráði að vinna áfram með tillögurnar og að
höfð skyldi hliðsjón af efni áfangaskýrslunnar. Kirkjuráð ákvað að stækka nefndina til
að fá til starfa fólk með fjölbreytta þekkingu á kirkjustarfi. Þeir sem hafa unnið að
þeim tillögum sem kirkjuráð leggur nú fyrir kirkjuþing eru: Sr. Agnes Sigurðardóttir,
prófastur, Bolungarvík, sr. Gísli Jónasson, prófastur, Breiðholtskirkju, Reykjavík,
Dagný Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri ÆSKR, Reykjavík, sr. Jón Helgi
Þórarinsson, sóknarprestur, Langholtsprestakalli, Reykjavík, Katrín Ásgrímsdóttir,
sóknarnefndarmaður og kirkjuþingsfulltrúi, Egilsstöðum/Akureyri, Magnea Sverris-