Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 64
64
19. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um presta nr. 735/1998
Kirkjuþing 2009 samþykkti að bæta við 1. gr. starfsreglnanna svohljóðandi ákvæði:
Að jafnaði skal litið til þess, við skipun í embætti, að þrír mánuðir líði frá því að
prestur er valinn til starfa þar til hann tekur við embætti, nema ef óskað er að
fardagar séu virtir eða samkomulag náist um annað.
Tekið verður tillit til þessa við auglýsingar lausra embætta í framtíðinni.
20. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um sóknarnefndir nr. 732/1998
Kirkjuþing 2009 samþykkti að bæta við 5. grein starfsreglna um sóknarnefndir eftir-
farandi málsgrein:
Ef fjárhag sókna er stefnt í tvísýnu með miklum hallarekstri eða skuldasöfnun þannig
að það hamli eðlilegu safnaðarstarfi er kirkjuráði heimilt að grípa inn í reksturinn,
t.d. með skipun fjárhaldsmanns eða eftirlitsnefndar.
Kirkjuráð hefur látið gera úttekt á skuldastöðu sókna og reikningsskilum þeirra. Ekki
hefur þótt ástæða til að beita þessu úrræði að svo stöddu.
21. mál. Stefnumörkun í sjálfboðaliðastarfi í þjóðkirkjunni 2010-2014
Kirkjuþing 2009 samþykkti að efling sjálfboðaliðastarfs yrði sett í forgang í starfi
þjóðkirkjunnar og að stefna yrði mörkuð um sjálfboðaliðastarf í söfnuðum, prófasts-
dæmum og stofnunum kirkjunnar næstu fjögur árin. Sett yrðu skýr markmið um
fjölgun sjálfboðaliða á þessum tíma.
Kirkjuráð hefur kynnt próföstum þessa samþykkt kirkjuþings.
22. mál. Hýsing verkefna þjóðkirkjunnar og verkefnisstjórnun. (Sameinað 16.
máli.)
23. mál. Samskiptastefna þjóðkirkjunnar
Kirkjuþing 2009 fól kirkjuráði að skipa starfshóp til að vinna að mótun
samskiptastefnu sem tæki til grunngilda og markmiða samskiptastarfs kirkjunnar í
sóknum, prófastsdæmum og á landsvísu og að drög að stefnu yrðu lögð fyrir
kirkjuþing 2010.
Kirkjuráð skipaði starfshóp sem nú hefur skilað kirkjuráði drögum að samskiptastefnu
sem er fylgiskjal með skýrslu þessari. Í hópnum voru séra Kristín Þórunn Tómas-
dóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi, Steingrímur Ólafsson, blaðamaður, og
séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju. Starfsmaður nefndarinnar var
séra Árni Svanur Daníelsson. Starfshópurinn setti sér að markmiði að draga fram
forsendur samskiptastarfs kirkjunnar og setja niður leiðir sem miða að því að styrkja
samskiptamenningu í þjóðkirkjunni og gera innri og ytri upplýsingamiðlun
markvissari.
24. mál. Staða þjóðkirkjunnar innan Stjórnarráðs Íslands
Kirkjuþing 2009 samþykkti að vísa málinu til kirkjuráðs. Kirkjuráð ræddi málið á
fundi Samstarfsnefndar Alþingis og þjóðkirkjunnar í tengslum við umræðu um
frumvarp til nýrra kirkjulaga. Talið var rétt að bíða eftir að þær breytingar á
Stjórnarráði Íslands sem taka eiga gildi um næstu áramót öðlist gildi og ræða í
framhaldi af því stöðu þjóðkirkjunnar innan stjórnarráðsins.