Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 65

Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 65
 65 25. mál. Viðaukasamningur við samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 Kirkjuþing 2009 samþykkti viðaukasamning við kirkjujarðasamkomulagið vegna niðurskurðarkröfu ríkisins á hendur þjóðkirkjunni. Um er að ræða tímabundna breytingu á fjárframlögum frá ríkinu samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu vegna kröfu ríkisins á hendur kirkjunni um hagræðingu í fjármálum. Í viðaukanum fellst þjóðkirkjan á að leggja sitt af mörkum og hreyfir ekki andmælum við að samnings- bundin framlög ríkisins verði lækkuð tímabundið til samræmis við almennan niður- skurð á flestum sviðum ríkisins. Nú liggur fyrir kirkjuþingi 2010 nýr viðauka- samningur, en sá sem samþykktur var á kirkjuþingi 2009 fellur úr gildi um næstu áramót. 26. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar Kirkjuþing 2009 samþykkti frumvarp dómsmála- og mannréttindaráðherra til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem lögfestir viðaukasamninginn. 27. mál. Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar Þessar starfsreglur leystu af hólmi eldri reglur frá árinu 1999. Í starfsreglunum er skýrt enn frekar hlutverk fagráðs til að festa í sessi það mikilvæga hlutverk þess að sjá til þess að mál sem berast til kirkjunnar af þesum toga hljóti faglega afgreiðslu. Önnur verkefni kirkjuráðs Hér verður gerð grein fyrir verkefnum sem kirkjuráð hefur unnið að á starfsárinu: Aukakirkjuþing 2010 Aukakirkjuþing var haldið laugardaginn 7. ágúst 2010. Boðað var til þess til að fjalla um boðaðan niðurskurð ríkisins á fjárlagalið þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð lagði fyrir þingið tvær þingsályktunartillögur; tillögu til þingsályktunar um viðbrögð kirkjuþings við niðurskurðarkröfu ríkisins fyrir árið 2011 og tillögu til þingsályktunar um að fela kirkjuráði að bregðast við niðurskurðarkröfu ríkisins á fjárlagalið biskups Íslands 2011. Aukakirkjuþing 2010 samþykkti eftirfarandi þingsályktunartillögur: 1. Þingsályktun um viðbrögð kirkjuþings við niðurskurðarkröfu ríkisins fyrir árið 2011 Aukakirkjuþing 2010 ályktar að fela kirkjuráði ásamt þriggja manna nefnd sem kjörin er af kirkjuþingi að ganga til samninga við ríkisvaldið um niðurskurðarkröfu ríkisins fyrir árið 2011 með eftirfarandi samningsmarkmið: Þjóðkirkjan er sjálfstæður lögaðili og grundvelli fjárhagslegra samskipta ríkis og kirkju verður ekki raskað nema með gagnkvæmum samningum sem bæði kirkjuþing og alþingi samþykkja. Samningsbundið og lögfest endurgjald ríkisins til þjóð- kirkjunnar samkvæmt samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfs- manna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar, dags. 4. september 1998, skerðist ekki meira en um 5% árið 2011 miðað við greiðslur úr ríkissjóði árið 2010.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.