Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 73
73
4. mál. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði
nr. 1026/2007
Tillögurnar eru lagðar fram á grundvelli stefnu kirkjuþings frá árinu 2000 um
framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Vegna breytinga á búsetu og
bættra samgangna verður að bregðast við og hugsa um sem besta nýtingu á þeim
takmarkaða fjölda embætta sem kirkjan hefur til ráðstöfunar. Einnig þarf að hafa í
huga að rekstrarkostnaður við prestssetur er umtalsverður og því er lögð til fækkun
þeirra. Þá er enn fremur litið til þess að prestaköll og prófastsdæmi þurfi jafnan að
vera eðlilegar og hvetjandi starfseiningar, hvorki of fámenn né fjölmenn, sbr.
tilvitnaða stefnu kirkjuþings. Tillögur þessar miða að því að mæta þessum viðmiðum.
6. mál. Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til þjóðkirkjulaga
Vísað er til umfjöllunar fyrr í skýrslu þessari um frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga.
7. mál. Tillaga til þingsályktunar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar
Nú leggur kirkjuráð fyrir kirkjuþing tillögu til þingsályktunar um heildarskipan
þjónustu kirkjunnar. Í ályktuninni felst samþykki við megináherslur í skýrslu nefndar
um heildarskipan þjónustu kirkjunnar og kirkjuráði er falið að fylgja eftir framkvæmd
hennar, svo sem um samstarfssvæði sókna, skilgreiningu á grunnþjónustu kirkjunnar
og samþættingu við samþykktir um innri málefni kirkjunnar.
8. mál. Tillaga að starfsreglum um val og veitingu prestsembætta
Kirkjuráð leggur fram tillögur að nýjum starfsreglum um val og veitingu prestakalla.
Þar er m.a. kveðið á um skipan hæfnisnefndar sem biskup skipar sem fjallar um og
metur hæfni umsækjenda um embætti sóknarpresta, presta, héraðspresta og sér-
þjónustupresta þjóðkirkjunnar. Einnig eru lagðar til breytingar á verkferlum val-
nefnda.
9. mál. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um rekstrarkostnað
prestsembætta og vegna prófastsstarfa nr. 819/1999
Starfsreglum þessum var breytt á kirkjuþingi 2009. Fljótlega kom í ljós að nokkur
prestaköll eru þess eðlis að ekki telst sanngjarnt að þau falli inn í þann flokk
starfsreglnanna sem þeim er ætlað. Því telur kirkjuráð rétt að skilgreina
akstursflokkana nákvæmar til að hægt sé að leiðrétta þetta. Vísað er til umfjöllunar
fyrr í skýrslunni um þetta mál.
10. mál. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna
Kirkjuráð leggur fram tillögu til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna, sbr.
ákvæði starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar. Sala eigna er
einkum af hagkvæmnisástæðum þar sem talið er fjárhagslega hagkvæmt að selja fáist
viðunandi verð.
Í fyrsta lagi er um að ræða eignir sem fyrirsjáanlegt er að ekki verði not fyrir í
þjónustu kirkjunnar og sérstök önnur rök ekki mæla með að halda í eigu kirkjunnar,
svo sem vegna kirkju-, eða menningarsögulegra ástæðna.
Í öðru lagi er um að ræða eignir sem ekki er lengur talin þörf fyrir í þjónustu
kirkjunnar vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og þrengri fjárhags kirkjunnar.
Í þriðja lagi er um að ræða þau prestssetur sem lagt er til í 4. máli kirkjuþings 2010 að
leggist af við starfslok prests eða að hann flytji í annað húsnæði í prestakallinu.
Í fjórða lagi er um að ræða eignir sem fyrirsjáanlega verða ekki not fyrir í þjónustu
kirkjunnar og þar sem kostnaður kirkjumálasjóðs af áframhaldandi eignarhaldi er að
líkindum meiri en hugsanlegar tekjur af eignunum.
12. mál. Tillaga til þingsályktunar um skipan nefndar til að endurskoða
starfsreglur um kjör til kirkjuþings
Kosningar til kirkjuþings fóru fram á fyrri hluta þessa árs. Kirkjuráði þykir eðlilegt,
m.a. með hliðsjón af því hve fá atkvæði geta verið að baki þingsæti vígðra manna, að