Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 88
88
Nefndarálit fjárhagsnefndar
Fjárhagsnefnd fór yfir ársreikninga og fjárhagsáætlanir þjóðkirkjunnar, stofnanir
hennar og sjóði. Fjárhagsnefnd fékk glöggt yfirlit um fjárhagsstöðu kirkjunnar, kröfur
ríkisvaldsins um hagræðingu á kostnaði vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs og tillögur
kirkjuráðs um lækkun framlaga á ýmsum sviðum til þess að mæta hagræðingarkröfu
ríkisins.
Sérstaklega var farið yfir fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar og sjóða kirkjunnar.
Nefndin þakkar skýra framsetningu reikninga og áætlana og yfirgripsmikil yfirlit og
skýringar á öllum rekstri sem undir þjóðkirkjuna heyrir. Nefndin fór yfir endurskoð-
unarskýrslu Ríkisendurskoðunar, en í skýrslunni er fjallað um ársreikninga embætta,
sjóða, stofnana og fyrirtækja þjóðkirkjunnar. Nefndin hafði til umfjöllunar samantekt
ársreikninga sókna 2009, yfirlit unnið úr ársreikningum héraðssjóða fyrir árið 2009 og
skýrslu um úthlutanir styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna á árunum 1994-2010.
Fjárhagsnefnd hefur áhyggjur af fjárhagslegri afkomu þjóðkirkjunnar vegna
niðurskurðar á samningsbundnum fjárframlögum ríkisins. Niðurskurður vegur að
grunnþjónustu kirkjunnar, en á hana reynir mjög á erfiðum tímum. Treysta verður því
að ekki komi til frekari niðurskurðar og að samningar milli ríkis og kirkju verði virtir.
Fjárhagsnefnd lýsir einnig áhyggjum sínum af einhliða lækkun ríkisins á
sóknargjöldum, enda er um að ræða félagsgjöld sóknanna sem eru grundvöllur kirkju-
starfsins í heimabyggð. Ef sóknargjaldið verður skert eins og gert er ráð fyrir í fjár-
lagafrumvarpi 2011 er ljóst að safnaðarstarf dregst verulega saman.
Nefndin fékk á sinn fund fulltrúa stjórnar Prestafélags Íslands, Guðbjörgu
Jóhannesdóttur, formann og Magnús Magnússon kjaramálafulltrúa. Gerðu þau grein
fyrir sjónarmiðum PÍ í þeim málefnum er varða hagsmuni presta, einkum 9. málið er
lýtur að akstursgreiðslum til presta. Einnig var rætt um prestssetur og hlunnindi af
prestssetursjörðum. Þá komu á fundinn Guðmundur Þór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri kirkjuráðs, vegna fasteigna Kirkjumálasjóðs og Kristján Björnsson fyrir
hönd stjórnar Skálholts og ræddi viðbrögð við niðurskurði. Ragnhildur Benedikts-
dóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, kom og svaraði hún spurningum nefndarmanna
um starfsmannahald. Elísabet Berta Bjarnadóttir, forstöðumaður Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar, ræddi áhrif niðurskurðar á starfsemi hennar og húsnæðismál. Björn Steinar
Sólbergsson, skólastjóri Tónskólans, ræddi fagleg sjónarmið og áform í rekstri
skólans vegna niðurskurðar.
Fjárhagsnefnd beinir eftirfarandi til kirkjuráðs og biskups Íslands:
1. Að fram fari fram heildarmat á stefnu og starfsáherslum þjóðkirkjunnar 2004 -
2010 og að framtíðarsýn þjóðkirkjunnar verði endurskoðuð.
2. Að stjórnskipulag þjóðkirkjunnar verði endurskoðað út frá heildarstefnu um
þjónustu kirkjunnar. Þar verður gegnsæi og skilvirkni að vera í fyrirrúmi og
skýr ábyrgð í fjármálum. Þetta á ekki síst við á sviði sóknanna og prófasts-
dæmanna. Auka þarf fræðslu um stjórnun og skipulag og efla fjárhagslegt
eftirlit í kirkjunni. Horft verði til þess að einfalda skipurit í stjórnsýslu
kirkjunnar með ofangreind markmið að leiðarljósi.
3. Að fjárhagsáætlun verði gerð til næstu þriggja ára með það að markmiði að
jafnvægi ríki í fjármálum kirkjunnar. Áætlunin verði í tengslum við skipulag
sem greint er frá í 2. lið.
4. Að mótuð verði fasteignastefna þjóðkirkjunnar.