Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 88

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 88
 88 Nefndarálit fjárhagsnefndar Fjárhagsnefnd fór yfir ársreikninga og fjárhagsáætlanir þjóðkirkjunnar, stofnanir hennar og sjóði. Fjárhagsnefnd fékk glöggt yfirlit um fjárhagsstöðu kirkjunnar, kröfur ríkisvaldsins um hagræðingu á kostnaði vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs og tillögur kirkjuráðs um lækkun framlaga á ýmsum sviðum til þess að mæta hagræðingarkröfu ríkisins. Sérstaklega var farið yfir fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar og sjóða kirkjunnar. Nefndin þakkar skýra framsetningu reikninga og áætlana og yfirgripsmikil yfirlit og skýringar á öllum rekstri sem undir þjóðkirkjuna heyrir. Nefndin fór yfir endurskoð- unarskýrslu Ríkisendurskoðunar, en í skýrslunni er fjallað um ársreikninga embætta, sjóða, stofnana og fyrirtækja þjóðkirkjunnar. Nefndin hafði til umfjöllunar samantekt ársreikninga sókna 2009, yfirlit unnið úr ársreikningum héraðssjóða fyrir árið 2009 og skýrslu um úthlutanir styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna á árunum 1994-2010. Fjárhagsnefnd hefur áhyggjur af fjárhagslegri afkomu þjóðkirkjunnar vegna niðurskurðar á samningsbundnum fjárframlögum ríkisins. Niðurskurður vegur að grunnþjónustu kirkjunnar, en á hana reynir mjög á erfiðum tímum. Treysta verður því að ekki komi til frekari niðurskurðar og að samningar milli ríkis og kirkju verði virtir. Fjárhagsnefnd lýsir einnig áhyggjum sínum af einhliða lækkun ríkisins á sóknargjöldum, enda er um að ræða félagsgjöld sóknanna sem eru grundvöllur kirkju- starfsins í heimabyggð. Ef sóknargjaldið verður skert eins og gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpi 2011 er ljóst að safnaðarstarf dregst verulega saman. Nefndin fékk á sinn fund fulltrúa stjórnar Prestafélags Íslands, Guðbjörgu Jóhannesdóttur, formann og Magnús Magnússon kjaramálafulltrúa. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum PÍ í þeim málefnum er varða hagsmuni presta, einkum 9. málið er lýtur að akstursgreiðslum til presta. Einnig var rætt um prestssetur og hlunnindi af prestssetursjörðum. Þá komu á fundinn Guðmundur Þór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kirkjuráðs, vegna fasteigna Kirkjumálasjóðs og Kristján Björnsson fyrir hönd stjórnar Skálholts og ræddi viðbrögð við niðurskurði. Ragnhildur Benedikts- dóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, kom og svaraði hún spurningum nefndarmanna um starfsmannahald. Elísabet Berta Bjarnadóttir, forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, ræddi áhrif niðurskurðar á starfsemi hennar og húsnæðismál. Björn Steinar Sólbergsson, skólastjóri Tónskólans, ræddi fagleg sjónarmið og áform í rekstri skólans vegna niðurskurðar. Fjárhagsnefnd beinir eftirfarandi til kirkjuráðs og biskups Íslands: 1. Að fram fari fram heildarmat á stefnu og starfsáherslum þjóðkirkjunnar 2004 - 2010 og að framtíðarsýn þjóðkirkjunnar verði endurskoðuð. 2. Að stjórnskipulag þjóðkirkjunnar verði endurskoðað út frá heildarstefnu um þjónustu kirkjunnar. Þar verður gegnsæi og skilvirkni að vera í fyrirrúmi og skýr ábyrgð í fjármálum. Þetta á ekki síst við á sviði sóknanna og prófasts- dæmanna. Auka þarf fræðslu um stjórnun og skipulag og efla fjárhagslegt eftirlit í kirkjunni. Horft verði til þess að einfalda skipurit í stjórnsýslu kirkjunnar með ofangreind markmið að leiðarljósi. 3. Að fjárhagsáætlun verði gerð til næstu þriggja ára með það að markmiði að jafnvægi ríki í fjármálum kirkjunnar. Áætlunin verði í tengslum við skipulag sem greint er frá í 2. lið. 4. Að mótuð verði fasteignastefna þjóðkirkjunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.