Gerðir kirkjuþings - 2010, Qupperneq 107
107
5.6 Ákvæði um messuskyldu
Sérhvert sóknarbarn sem tilheyrir þjóðkirkjunni skal eiga aðgang að guðsþjónustu
hvern helgan dag.9 Þar sem ekki er guðsþjónusta á hverjum sunnudegi þarf
sóknarbarn að eiga aðgang að guðsþjónustu í nærliggjandi kirkjum.10
Guðsþjónusta fer fram í öllum sóknarkirkjum á stórhátíðum kirkjunnar, jólum,
páskum og hvítasunnu.11
29. Í sókn með 2500 sóknarbörn eða fleiri skal haldin almenn guðsþjónusta hvern
helgan dag, um 60 guðsþjónustur á ári.
30. Í sóknum með 750-2500 sóknarbörn að lágmarki annan hvern sunnudag auk
hátíða, um 28 guðsþjónustur á ári.
31. Í sóknum með 300-750 sóknarbörn að lágmarki einu sinni í mánuði auk hátíða,
um 18 guðsþjónustur á ári.
32. Í sóknum með 100-300 sóknarbörn að lágmarki einu sinni í mánuði auk hátíða,
um 11 guðþjónustur á ári.
33. Í sóknum með 50-100 sóknarbörn að lágmarki annan hvern mánuð auk hátíða, um
6 guðsþjónustur á ári.
34. Í sóknum með færri en 50 sóknarbörn er engin messuskylda.
35. Heimilt er með leyfi biskups að taka tillit til annarra þátta en fjölda sóknarbarna,
svo sem staðhátta, hefðar og hlutverks kirkjunnar í sókninni eða á svæðinu.
5.7 Framkvæmd og ábyrgð 12
Sóknarprestur ber ábyrgð á helgihaldi sóknarkirkju sinnar. Sóknarprestar eða prestar
leiða helgihald safnaðarins en auk þeirra koma að helgihaldi organistar, djáknar,
kirkjuverðir, meðhjálparar, kór, sóknarnefndarfólk, sjálfboðaliðar og fleiri.
Sóknarprestum ásamt sóknarnefndum ber að skila áætlun um guðsþjónustur og
skipulag á helgihaldi í viðkomandi sókn til prófasts og biskups til staðfestingar og
yfirliti árlega.
Sóknum og prestum ber að hafa með sér samstarf sem tryggir sóknarbörnum
ofangreinda þjónustu. Sóknir innan samstarfssvæðis13 skipuleggi starf sitt þannig að
sóknarbarn hafi aðgang að messu í einhverri kirkju hvern helgan dag.
5.8 Lög, reglur og aðrar réttarheimildir
• Kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar, 1275.
• Kirkjuordinatia Kristjáns IV, 1607.
• Tilskipun um tilhlýðilegt helgihald sabbatsins 29. maí 1744.
• Erindisbréf handa biskupum, 1746.
• Bréf kansellísins um tilhögun á kirkjuhurðum, 1828.
9 Í þessum texta er miðað við sóknarbörn og fjölda sóknarbarna en ekki íbúafjölda sóknar enda er
meginþungi þjónustunnar bundinn sóknarbörnum. Engu að síður er ljóst að allir eiga aðgang að
þjónustu þjóðkirkjunnar (sbr. Stefna og starfsáherslur, bls. 4).
10 Hér mætti miða við 30 mínútna akstursfjarlægð, en taka þarf tillit til aðstæðna.
11 Bent hefur verið á að í sumum fámennum sóknum séu aðstæður þannig að hátíðarmessa á hvítasunnu
sé vart möguleg vegna árstíðabundinna anna á svæðinu.
12 Þessi hluti kaflans, 5.7., er tillaga nefndarinnar og er ekki að finna í Samþykktunum. Annað er
orðrétt.
13 Sjá kaflann um samstarfsssvæði.