Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 109

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 109
 109 1. Foreldrastarf Uppeldi barna er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra eða forsjáraðila. Í uppeldi felst að koma börnum til þroska. Kristin trú leggur áherslu á að sérhver einstaklingur sé dýrmætur og einstakur sem sköpun Guðs og eigi sér tilgang í lífinu. Kristin kirkja hefur það hlutverk að miðla hinum kristnum gildum, siðgæði, lífssýn og mannskilningi til foreldra og styðja þá í uppeldishlutverkinu. 2. Barnastarf - börn, 12 ára og yngri Barnastarf þjóðkirkjunnar er mikilvægur þáttur í skírnarfræðslunni. Markmið þess er að barnið læri að þekkja Guð og upplifa samfélag við hann í samræmi við þroska þess og aldur.16 3. Fermingarstarf Í fermingarstarfi er miðlað grunnþekkingu á kristinni trú og á upplifun í helgihaldi og samfélagi kirkjunnar. Lögð er áhersla á að efla tengsl við fermingarbörn og foreldra þeirra. Samþykkt námsskrá liggur til grundvallar fermingarstarfi kirkjunnar.17 4. Unglingastarf Unglingastarf þjóðkirkjunnar er mikilvægur vettvangur fyrir unglinga til að vaxa í trúnni á Jesú Krist. Með auknum þroska og reynslu er þeim falin aukin ábyrgð og boðin þátttaka í leiðtogaþjálfun. Auk æskulýðsstarfs í kirkjum landsins á þjóðkirkjan samstarf við framhaldsskóla um kennslu í lífsleikni. 5. Fræðsla fullorðinna Fræðsla meðal fullorðinna er annars vegar fræðsla um Biblíuna, kristna trú og kristna sýn á lífið. Hins vegar fræðsla um þjóðkirkjuna og þjálfun í starfi innan hennar. Einnig er átt við fræðslu er beinist að vexti og þroska einstaklinga og fjölskyldna, svo sem námskeið fyrir verðandi hjón, tólf spora fræðsla, sorgarhópar og ýmis námskeið. 6.3 Ábyrgð og framkvæmd Foreldrar og heimili bera frumábyrgð á uppfræðslu barna sinna, fræðslu hinna skírðu. Sóknin styður og hvetur foreldra og heimili við það uppeldi. Sóknin er grunneining hins skipulega fræðslustarfs kirkjunnar. Í hverri sókn skal bjóða upp á fræðslu um kristna trú og líf frá vöggu til grafar.18 a. Foreldrastarf, einkum í tengslum við skírn, fermingu og barna- og æskulýðsstarf, skal vera í hverri sókn eða með samstarfi nágrannasókna. b. Barnastarf fyrir börn 12 ára og yngri skal vera í hverri sókn eða með samstarfi nágrannasókna. Barnastarfi skal sinnt með reglubundnum hætti. Til viðmiðunar er gert ráð fyrir eftirfarandi fjölda samverustunda á ári19 fyrir aldurshópana 6 ára og yngri og 7 – 12 ára: Sókn A: Í sóknum með 2500 sóknarbörn eða fleiri – 25 samverustundir hið minnsta. 16 Sjá nánari útfærslu í Fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar og í trúfræðsluáætlun, lagðri fyrir kirkjuþing 2009. 17 Sjá Námsskrá fermingarstarfa. 18 Sjá nánari útfærslu í Fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar 2004. 19 Sjá nánari útfærslu í Fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar 2004 og trúfræðsluáætlun, lagðri fyrir kirkjuþing 2009.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.