Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 109
109
1. Foreldrastarf
Uppeldi barna er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra eða forsjáraðila. Í uppeldi felst að
koma börnum til þroska. Kristin trú leggur áherslu á að sérhver einstaklingur sé
dýrmætur og einstakur sem sköpun Guðs og eigi sér tilgang í lífinu. Kristin kirkja
hefur það hlutverk að miðla hinum kristnum gildum, siðgæði, lífssýn og
mannskilningi til foreldra og styðja þá í uppeldishlutverkinu.
2. Barnastarf - börn, 12 ára og yngri
Barnastarf þjóðkirkjunnar er mikilvægur þáttur í skírnarfræðslunni. Markmið þess er
að barnið læri að þekkja Guð og upplifa samfélag við hann í samræmi við þroska þess
og aldur.16
3. Fermingarstarf
Í fermingarstarfi er miðlað grunnþekkingu á kristinni trú og á upplifun í helgihaldi og
samfélagi kirkjunnar. Lögð er áhersla á að efla tengsl við fermingarbörn og foreldra
þeirra. Samþykkt námsskrá liggur til grundvallar fermingarstarfi kirkjunnar.17
4. Unglingastarf
Unglingastarf þjóðkirkjunnar er mikilvægur vettvangur fyrir unglinga til að vaxa í
trúnni á Jesú Krist. Með auknum þroska og reynslu er þeim falin aukin ábyrgð og
boðin þátttaka í leiðtogaþjálfun. Auk æskulýðsstarfs í kirkjum landsins á þjóðkirkjan
samstarf við framhaldsskóla um kennslu í lífsleikni.
5. Fræðsla fullorðinna
Fræðsla meðal fullorðinna er annars vegar fræðsla um Biblíuna, kristna trú og kristna
sýn á lífið. Hins vegar fræðsla um þjóðkirkjuna og þjálfun í starfi innan hennar.
Einnig er átt við fræðslu er beinist að vexti og þroska einstaklinga og fjölskyldna, svo
sem námskeið fyrir verðandi hjón, tólf spora fræðsla, sorgarhópar og ýmis námskeið.
6.3 Ábyrgð og framkvæmd
Foreldrar og heimili bera frumábyrgð á uppfræðslu barna sinna, fræðslu hinna skírðu.
Sóknin styður og hvetur foreldra og heimili við það uppeldi.
Sóknin er grunneining hins skipulega fræðslustarfs kirkjunnar. Í hverri sókn skal
bjóða upp á fræðslu um kristna trú og líf frá vöggu til grafar.18
a. Foreldrastarf, einkum í tengslum við skírn, fermingu og barna- og æskulýðsstarf,
skal vera í hverri sókn eða með samstarfi nágrannasókna.
b. Barnastarf fyrir börn 12 ára og yngri skal vera í hverri sókn eða með samstarfi
nágrannasókna. Barnastarfi skal sinnt með reglubundnum hætti. Til viðmiðunar er
gert ráð fyrir eftirfarandi fjölda samverustunda á ári19 fyrir aldurshópana 6 ára og
yngri og 7 – 12 ára:
Sókn A: Í sóknum með 2500 sóknarbörn eða fleiri – 25 samverustundir hið
minnsta.
16 Sjá nánari útfærslu í Fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar og í trúfræðsluáætlun, lagðri fyrir kirkjuþing
2009.
17 Sjá Námsskrá fermingarstarfa.
18 Sjá nánari útfærslu í Fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar 2004.
19 Sjá nánari útfærslu í Fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar 2004 og trúfræðsluáætlun, lagðri fyrir kirkjuþing
2009.