Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 128
128
ákveðinn fjölda presta þarf til að sinna viðkomandi svæði og er litið til fjölda
sóknarbarna og staðhátta, svo sem vegalengda og sérstöðu sóknarinnar.
Sjá nánar um samstarfssvæði í fylgiskjali.
25.4 Prófastsdæmi
Biskupsdæminu er skipt í prófastsdæmi. Prófastsdæmi tilheyra sóknir á ákveðnu,
afmörkuðu landssvæði. Prófastsdæmi stýrir prófastur og hefur hann í umboði biskups
tilsjón með kirkjulegu starfi, embættisfærslum, þjónustu vígðra og starfi
sóknarnefnda.
Prófastsdæmið er starfseining innan þjóðkirkjunnar. Í hverju prófastsdæmi er haldinn
héraðsfundur árlega þar sem mörkuð er stefna fyrir sameiginlegt kirkjustarf í
prófastsdæminu. Í hverju prófastsdæmi er héraðsnefnd sem er framkvæmdaaðili
héraðsfunda. Í henni skulu vera hið minnsta einn prestur og einn leikmaður auk
prófasts en heimilt er að fjölga í héraðsnefnd.
Vísað er í starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefnd nr. 965/2006 og starfsreglur
um prófasta nr. 966/2006 varðandi hlutverk og störf á sviði prófastsdæmis.
25.5 Biskupsdæmi
Ísland er eitt biskupsdæmi.
Það skiptist í tvö vígslubiskupsumdæmi: Skálholtsumdæmi og Hólaumdæmi.
Umdæmi vígslubiskups í Skálholti nær yfir Suður-, Kjalarness-, Reykjavíkur-eystra,
Reykjavíkur-vestra, Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dala- og
Vestfjarðaprófastsdæmi.
Umdæmi vígslubiskups á Hólum nær yfir Húnavatns- og Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-,
Þingeyjar-, Múla- og Austfjarðaprófastsdæmi.
Kirkjuþing ákveður skipan umdæma vígslubiskupa.
Sjá nánar í starfsreglum um vígslubiskupa nr. 968/2006.
25.6 Biskupsstofa
Biskupsstofa er embættisskrifstofa biskups Íslands. Þar er jafnframt skrifstofa
kirkjuráðs og kirkjuþings. Biskupsstofa er þjónustumiðstöð fyrir söfnuði landsins og
sinnir stoðþjónustu við sóknirnar og kirkjulegt starf.
Samkvæmt skipuriti Biskupsstofu er meginverkefnum skipt niður í fagsvið auk
stoðþjónustu og almennrar skrifstofu. Auk almennrar skrifstofu eru fagsvið á
Biskupsstofu, sum heyra undir biskup Íslands eða beint undir kirkjuráð.
a) Svið sem heyra undir biskup Íslands.
Fræðslusvið. Hlutverk þess er að fylgja eftir markaðri fræðslustefnu, samþykktri á
kirkjuþingi 2004, útbúa fræðsluefni, miðla efni á vefnum og halda námskeið. Í
samræmi við fræðslustefnuna er starfinu skipt niður á eftirfarandi hátt: barnastarf,
æskulýðsstarf, fermingarfræðsla, fullorðinsfræðsla. Útgáfa er í samstarfi við
Skálholtsútgáfuna. Í fræðslumálum er einnig samstarf við kirkjumiðstöðvar,