Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 151

Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 151
 151 II. Barnastarf 0-12 ára barna og foreldrafræðsla Tilgangur námskrárinnar er: • að marka stefnu – setja fram markmið og velja inntak með barnastarfi kirkjunnar og um leið að skapa rými fyrir einstaka söfnuði að velja leiðir að settu marki með hliðsjón af ólíkum aðstæðum, • að vera hjálp og leiðbeining fyrir þá sem semja fræðsluefni fyrir barnastarfið, • að hjálpa barnafræðurum að velja leiðir í starfinu, að ná settum markmiðum, með hliðsjón af þörfum safnaðanna, þroska og bakgrunni barnanna, • að vera umræðugrundvöllur fyrir starfsmenn kirkjunnar, leikmenn og foreldra, um uppbyggingu og þróun barnastarfsins. 1. Barnastarf Söfnuðurinn ber ábyrgð á því að þau börn sem skírð eru fái fræðslu við sitt hæfi. Hann þarf einnig að hjálpa kristnum foreldrum að rækja uppeldishlutverkið á heimilunum. Fræðsla í kristindómi er einn þáttur í uppeldi barna sem skírð eru. Öll börn eru velkomin til þátttöku í barnastarfinu, bæði skírð og óskírð. Markmið Skírnarfræðslan stefnir að ákveðnu marki. Meginmarkmið fræðslunnar er: að barnið læri að leita til Guðs og upplifi samfélag við hann eins og til var stofnað þegar það var skírt. Þetta felur í sér að: • barnið læri að þekkja Guð sem föður/móður, son og heilagan anda, • barnið fái hjálp til að lifa í trú, tilbeiðslu og þjónustu, • barnið fái tilfinningu fyrir því að það sé guðsbarn og tilheyri kirkjunni, söfnuði Guðs. Til að skapa heildarskilning í trúar- og siðferðilegu uppeldi þarf að höfða til þekkingar, færni og viðhorfa barnsins. Það er samhengi milli þekkingar, viðhorfa og athafna barnsins. Markmið starfsins skulu ná til eftirfarandi þátta: • Til móts við Guð. Leiða þarf barnið til móts við Guð í bæn og tilbeiðslu, og sjá einnig til þess að það kynnist frásögum Biblíunnar af Guði og því hvernig hann mætir fólki í hversdagslegu lífi þess. • Að tilheyra Kristi. Við trúum því að í skírninni hafi barnið verið falið Kristi. Tilgangurinn með skírnarfræðslunni er að varðveita barnið í trúnni á hann og hjálpa því til að vaxa og þroskast sem lærisveinn í fylgdinni við hann. • Að lifa í trú. Ekki er nægilegt að hafa einvörðungu þekkingu heldur þarf þessi þekking að tengjast daglegu lífi barnsins. Hægt er að leiðbeina börnum á margan hátt. Uppeldi og mótun byggjast á samskiptum barna og fullorðinna. Breytni og athafnir hinna fullorðnu hafa oft meira að segja en vel valin orð. Hugmyndir barnsins um Guð mótast mikið af fyrirmyndum hinna fullorðnu. Viðhorf og breytni fræðara og annars starfsfólks hafa ekki síður áhrif en þau orð sem sögð eru. Benda skal börnunum á Jesú sem fyrirmynd í samskiptum við aðra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.