Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 152

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 152
 152 • Að tilheyra söfnuðinum. Mikilvægt er að börnin finni að þau séu hluti af söfnuðinum. Þetta þýðir að taka þarf tillit til þarfa þeirra og skapa þarf aðstæður fyrir þau í kirkjunni. Mikilvægt er að gera börnin kirkjuvön. 2. Barnið og skírnarfræðslan Mikilvægt er að hafa haldgóða þekkingu á þroska og því hvernig börn læra, til að geta skapað góðar forsendur fyrir fræðsluna. Börn eru stöðugt að læra og afla sér nýrrar þekkingar. Fyrstu ár ævinnar eru miklir breytingatímar og börnin þroskast samtímis á mörgum sviðum. Barnið tekur mót af erfðum og upplagi en auk þess mótast það af nánasta umhverfi. Viðhorf tengd trú og siðferði mótast í gegnum samskipti við aðra. Heimilin hafa á þessu æviskeiði mestu áhrifin og leggja grunninn fyrir framtíðina. Gildi og viðhorf sem barnið tileinkar sér í uppvexti hefur síðar meir áhrif á val og viðhorf einstaklingsins. Barnið er ekki einvörðungu vitsmunavera heldur einnig félags- og tilfinningavera. Mæta þarf öllum þessum sviðum í fræðslunni þó megináherslan sé lögð á trúar- og siðferðisþroska barnsins. Börn hafa hæfileika á mismunandi sviðum, taka þarf tillit til þessa í starfi meðal barna. Þegar barnastarfið er undirbúið og skipulagt þarf að ganga út frá forsendum barnsins. Taka þarf tillit til eftirfarandi þátta: o Barnið í brennidepli. Öll fræðsla á að ganga út frá forsendum barnsins. Það þýðir að fræðslan á að taka mið af þörfum þess. Fjöldi fræðara þarf að vera í hlutfalli við fjölda barnanna. o Barnið sem einstaklingur. Barnahópurinn er myndaður af einstaklingum. Börnin þurfa, eins og hægt er, að fá fræðslu við sitt hæfi. o Börn hafa ólíkan bakgrunn. Börn alast upp við ólíkar aðstæður. Til kirkjunnar koma börn með ólíkan menningarbakgrunn. Mæta þarf öllum börnum með opnum hug og án fordóma. Börnin þurfa að læra að sýna hvert öðru virðingu og umburðalyndi. Huga þarf að því að sum börn hafa annað móðumál en íslensku og taka þarf tillit til þess. o Börn eru ólík. Þarfir barna eru ólíkar. Sum vilja stöðugt vera að, en önnur kjósa frekar að hafa hægt um sig. Mikilvægt er að átta sig á því að fræðsluefnið getur þess vegna átt misvel við börnin. o Börn með sérþarfir. Sum börn eiga við fötlun að stríða eða einhverja aðra erfiðleika. Viss börn eiga við hegðunarvanda að stríða og önnur glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Taka þarf tillit til þess að börnin eru ólík og mæta þarf þeim eins og þau eru. Aðgengi fyrir fatlaða þarf að vera í góðu lagi. Öll börn eru velkomin í kirkjuna sína. o Heildstæður þroski. Barnastarfið leggur fyrst og fremst áherslu á hið trúarlega og siðferðilega. Barnastarfið á að þroska hugsun barnsins um Guð og hafa áhrif á siðgæðisvitund þess. Þrátt fyrir þetta á barnastarfið að höfða til allra þroskaþátta barnsins. Starfið á að ýta undir þroska hugsunar og máls, upplifunar og tjáningar, samskipti við aðra og sköpunarþáttinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.