Félagsbréf - 01.03.1963, Qupperneq 83

Félagsbréf - 01.03.1963, Qupperneq 83
ekki hægt að verjast þeim grun, að myndirnar hafi ráðið, hver atriði voru tekin með, en þær ekki valdar eingöngu textanum til upplyftingar og skýring- ar. Sé þetta rétt, eru myndirnar aðal- atriðið og textinn frekar þeim til skýr- ingar. Það kann því að virðast út í hött að fara að benda á atriði, sem hafa lent utangarðs, en æskilegt hefði verið að fá með. Þó skal aðeins drepið á örfá slík. Kristinni trú er úthlutaður langrúm- astur sess í bókinni eða fullur þriðj- ungur hennar. Þó er þar að engu getið margs 'þess, sem notadrjúgt er til skiln- ings á uppruna og eðli þeirrar trúar og fyrstu göngu hennar. Hvergi er minnzt á þær trúarstefnur, sem at- kvæðamestar voru fyrir botni Miðjarð- arhafs í bernsku kristninnar og sett hafa varanlegt mark á hana. Þó er Essena aðeins getið, en stutt og af geysimikilli varfærni. Ekki eru nefnd áhrif persneskrar trúar á Gyðingdóm og þaðan á kristnina, ekki er heldur minnzt á hugmyndakerfi hins austur- lenzka goðlega konungdæmis, sem þó hefur lagt til geysimikið í symbólmál biblíunnar og er ein af stoðum Mess- íasarhugsunar Gyðinga og þann veg eitt foreldri kristindómsins. Þá verður þess heldur ekki vart, að getið sé til muna um áhrif hellenskrar heimspeki á kristna hugsun, og eru þau áhrif þó langt frá því að vera lítil. Við þessa upptalningu mætti enn bæta. Og í fleiri köflum en þeim um kristnina er margs að sakna. Mér þykir til dæmis skaði, að ekki skuli rakin nánar en gert er þróunarsaga Hindúasiðar allar götur aftur í Rigveda. Og óskiljanlegt er mér með öllu, hvernig hægt er að minnast svo á Zen-grein Búddhadóms, að ekki sé getið skyldleika stefnunn- ar við Taó-siðinn kínverska, og er hann þó annað foreldri hennar, og Zen óhugsandi í sömu mynd án Taó-siðar- ins. En frekar ber að fagna því, sem í bókinni stendur, en sýta það, sem ekki er þar með. Og því er ekki að leyna, að ærinn fróðleik er í henni að finna um kjarna trúarbragðanna sex og lífsviðhorf 'þeirra manna, sem þau aðhyllast. Ekki hvað sízt er feng- ur í þeim brotum úr helgiritum, sem fylgja í lok hvers þáttar. Þess er helzl að sakna, að þeir kaflar skyldu ekki vera lengri, en slíkar beinar heimildir um trúarkenningar og trúarlíf eru að jafnaði drýgri til fróðleiks en flestai endursagnir. Bókin er skrifuð á vönd- uðu máli og hefur yfirleitt tekizt vel að finna erlendum hugtökum og heit um stað í tungunni, og eins og við er að búast, er yfirleitt farið með efni og staðreyndir í samræmi við það, sem bezt er vitað á vorum dögum. Þó má deila um einstök smáatriði. Til dæmis er hæpið það, sem segir á bls. 19, að „í alþýðutrú Hindúa virðist skaparinn Brahma hafa gleymzt með öllu“, ef þetta er skilið svo, að átrúnaður á guðinn hafi verið við lýði, en lagzt nið- ur. Hitt mun nær sanni, að raunveru- legur átrúnaður á guðinn Brahma hafi aldrei verið neinn í vitund alþýðu, heldur sé hér um að ræða guðfræðinga- guð, skapaðan af hugsuðum til að fylla ákveðna eyðu í kerfi og sem slíkur andvana fæddur. Eins er vafasamur sá skilningur á svo kölluðum frum- FÉLAGSBRÉF 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.