Félagsbréf - 01.12.1963, Side 9

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 9
ef tir BAYARD TAYLOR Tómas GuSmundsson þýddi bréfin og sd um útgdfunct Bayard Taylor var bandarískur rithöfundur og ritstjóri, og var hann einnig talinn gott ljóðskdld d sínum tíma, hefur m.a. gert merka þýðingu á Faust Goethes. Hann kom til Islands til þjóðhdtíðarinnar 1874 og hafði þá áður í för sinni heimsótt Egyptaland. Taylor var í ritstjórn bandaríska stórblaðsins New York Tribune og skrifaði hann blaði sínu ferðapistla úr leiðangrinum. Þeir komu út ári síðar í bók, Egypt and Iceland, og mun sú bók ein fjalla um þessi lönd ein saman. Bókin er orðin harla sjaldgœf, og er t.d. ekki vitað um nema eitt eintak hennar hérlendis. — Tómas Guðmundsson skáld hefur nú þýtt flestöll ferðabréfin frá íslandi og gefur þau út í snoturri bók. Þar er einnig birt kvœði það sem Bayard Taylor flutti Islendingum á þjóðhátíðinni, en það er til í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Bókin kemur út fyrir jól. Hún verður ekki til sölu, en félagsmenn AB sem keypt hafa 6 eða fleiri AB-bœkur á árinu fá hana að gjöf frá félaginu.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.