Félagsbréf - 01.12.1963, Page 14

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 14
íslandi. ViS ræðum þessar breyting- ar og ástandið nú á dögum, hann, sem hefur lifað breytingarnar, og ég, sem er fæddur inn í stríðandi heim, skil- getið afkvæmi íslenzks nútímaþjóðfé- lags. Og þrátt fyrir þennan mun, þetta djúp sem á milli okkar er staðfest, lítum við ástandið furðulíkum aug- um, og það sem við sjáum er síður en svo glæsilegt. Þjóðfélagið er siðlaust, spilling hefur grafið um sig jafnt á háum sem lágum stöðum, okur blómg- ast. Við þá byltingu sem orðið hefur á lifnaðarháttum íslendinga hefur eitt- hvað orðið undir. Þjóðin hefur ekki gert sér það ljóst, að sjálfræði er óhugsandi til lengdar nema hún taki á sig ábyrgð og þær kvaðir sem því fylgja. „Islendingar eru ung þjóð,“ segir Gunnar. „Því megum við ekki gleyma. Þúsund ár er stuttur tími í sögu þjóð- ar. Við vorum festulausir gagnvart ut- anaðkomandi áhrifum og gátum ekki varizt þegar holskeflan reið yfir.“ „Finnst yður ekki merkilegt, að á íslandi er ekki til íhaldssöm bænda- stétt?“ spyr ég. „Hefur nokkurn tímann verið til bændastétt á Islandi? Landnámsmenn voru að vísu bændur, en þeir voru meira; þeir voru menn sem ekki gátu unað ófrelsi. Og ég held, að þeir menn, sem búið hafa á íslandi, hafi aldrei orðið bændur í sama skilningi og bændur í Danmörku eru það. Þó eru til margar undantekningar, ég hef þekkt menn, sem voru bændur.“ Ég hugsa með sjálfum mér: slíkur maður var Brandur á Bjargi. Vilji menn vita hvað það er að vera bóndi, 10 FÉLAGSBRÉF þá lesi þeir Heiðaharm. Brandur á Bjargi var bóndi. En mennirnir í kringum hann, sem flosnuðu upp af jörðum sínum og fluttust annað hvort vestur um haf eða á mölina, þeir menn voru ekki bændur. Ég hugsa um framtíðina, hvort ís- land geti bjargazt eða hvort þjóðin verði undir í ölduróti heimsins. Ég spyr Gunnar um hans álit. „Það er ennþá til kjarni í íslenzku þjóðinni. Það vitum við og verðum að vona það bezta um framtíðina. Unga kynslóðin hefur ennþá ekki verið reynd að fullu, en ég held að það líði ekki á löngu þar til hún fær tækifæri til að sanna manndóm sinn. Þá sjáutn við hvað setur.“ Ég læt í ljós efasemdir mínar um manndóm ungu kynslóðarinnar. Gunn- ar hlær. „Nú, þér eruð ennþá svartsýnni en ég“ „Það er erfitt að vera bjartsýnn,“ segi ég. „Mér finnst erfitt að vera svartsýnn, þó ég neyðist oft til þess.“ Gunnar bendir mér á jurt, sem stendur í potti inni í stofunni, ein af mörgum. „Þessi jurt var okkur gefin fyrir nokkrum dögum. Þá var hún að því komin að skrælna upp og var haldið, að hún mundi deyja. Nú er hún bráð- lifandi og sprungin út á henni tvö blóm. Mönnum hættir til að vantreysta rótföstu lífi.“ Við ræðum lífið — og dauðann. „Það var á föstudaginn langa 1959 að ég hélt ég væri að deyja,“ segir Gunnar. „Mér var ekkert að vanbúnaði,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.