Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 20

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 20
er frelsi án ábyrgðar. En senn hljótum vér að herða oss upp í þann mann- dóm að gangast við tilfinningum vor- um og taka á oss ábyrgðina, sem því fylgir. Þessi ábyrgð, vor sameiginlega og gagnkvæma ábyrgð, —■ það er oss lífsnauðsyn, að vér könnumst við hana og göngumst undir hana sem allra fyrst, því hún er sjálf lífstaugin, samvizka vor og sál, réttur vor til að lifa, eign- arheimild vor að óbætanlegri jörð Norðurlanda. Vér Norðurlandabúar eigum einum landvinningi ólokið, vér eigum eftir að vinna Norðurlönd. Og það er mál til komið að vér leggjum þau undir oss, þessa sameiginlegu ættjörð vora. Og enginn hluti hennar má undan sleppa. Hún á að verða vor eign, öll og óskoruð, en lengra munum vér ekki heldur seilast til landvinninga. Vér erum friðsamir landvinningamenn, vér nemum vort eigið land, nýtum mögu- leika þess, sjálfum oss til gagns og engum til óþurftar. En ef vér bregð- umst þessari landvinningaskyldu, mun samnorræn ættjörð vor sökkva eins og hvert annað Atlantis í hafdjúp vors eigin ónytjungsháttar, svo að ekki geymist annað til heimildar en munn- mælasögn, einmanaleg eins og græn- lenzkur máfur, sögnin um fólk, sem ekki megnaði að gegna stundlegu hlul- verki sínu og fyrir þá sök ofurseldi sig vesalmannlegri og verðskuldaðri tortímingu. En ef nokkursstaðar á jarðkringl- unni er grundvöllur fyrir ríki friðar, þjóðernislegur og landfræðilegur grundvöllur, þá er það hér. Hin korn- frjóu akurlendi og miklu viðskipta- möguleikar í Danmörku og á Skáni, hin norsku, íslenzku og færeysku fiski- skip með heilt haf til umráða, skógar Noregs og Svíþjóðar og málmfjöll- in sænsku, öll vatnsorkan, sem enn er að mestum hluta óbeizluð — hversu stórkostlegt athafnasvæði og um leið lítt notað. Norðurlönd geta, ef rétt er að farið, brauðfætt sig sjálf — Noregur þarf t.d. ekki, af ótta við kornþurrð á styrjaldartímum, að koma sér upp ósamkeppnishæfum landbúnaði. Á hættutímum geta Norðurlönd senni- lega séð sér borgið, einnig um aðrar líkamlegar nauðþurftir. Hitt er mér Ijóst, að ráða þarf fram úr mörgum og stórum erfiðleikum. Það er ekkert áiilaupaverk að fella öll Norðurlönd í samábyrga, efnahagslega heild. En skilyrði þess eru fyrir hendi, og ég fæ ekki betur séð, en að það sé and- varaleysi, sem gangi glæpi næst, að loka augunum fyrir þessum skilyrðum í stað þass að færa sér þau í nyt. Hver sá, er ekki vill gerast bein- línis meðsekur, verður að koma mál- inu til liðs með persónulegri vinnu. Enginn má láta skeika að sköpuðu. Og engin viðleitni í rétta átt, hversu vanburða sem hún annars kann að vera, er svo smávægileg, að hennar sjái ekki stað. Góðgjarnir og fróm- lundaðir vinir segja, að ekki sé tíma- bært eins og sakir standa að reyna að koma málinu í höfn — til þess þurfi nýtt heimshrun að koma til sögunnar. Látum það vera, að þessir hálfvolgu og trúardaufu vinir eru ef til vill hættulegustu fjandmenn málsins ■— en hvílíkt léttúðarhjal, hvílíkt ábyrgð- 16 FÉLACSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.