Félagsbréf - 01.12.1963, Side 21

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 21
arleysi! Veit nokkur maður, hvernig taflstaðan ræðst, hvernig valdasam- steypur skipast við ný styrjaldarátök. sem vísast munu eiga sér stað seint eða snemma? Veit nokkur maður, hvort sameining Norðurlanda í eitt ríki eða eitt ríkjasamband verði, þeg- ar þar kemur, enn raunhæfur mögu- leiki? En er hún þá framkvæmanleg í dag? Já, vissulega. Einmitt nú eigum vér til þess jafnt hinn innri grundvöll sem ytri: innbyrðis sjálfstæði, sem vitan- lega á að haldast í málum, sem aðeins varða einstök lönd, og þesskonar ytvi aðstöðu, að enginn getur lagt oss stein- völu í götuna. Þannig horfir málið við þessa stundina. En hversu lengi? Uti fyrir húsdyrum vorum stendur örlaganornin. Vér sjáum hana ekki, en hún stendur þar. Og jafnvel þótt vér gætum séð hana, mundi andlit hennar vera oss liulið. Þar fær enginn neitt lesið. Vér Norðurlandabúar erum ný- sloppnir, ósárir að kalla. undan einum geigvænlegasta surtarloga, sem yfir heiminn hefur gengið. En varnarvegg- urinn, sem á að gæta landamæra vorra, þegar á dynur næsta fárviðri — sá varnarveggur samheldni, sjálfsvitundar og sjálfsbjargarvilja, sem á að vera sálum vorum styrkur og gera öðrum varhugavert og óarðvænlegt að troða oss um tær: í þennan varnarvegg, sem ætti að vera hlaðinn fyrir löngu, er fyrsíi steinninn ennþá ólagður. Hvað ætlast menn þá fyrir? Hvað höfum vér íbúar Norðurlanda í hyggju? Eigum vér að lifa áfram í andvaraleysi og láta hverjum degi nægja sína þjáningu? Eigum vér ekk- ert í oss, sem rís öndvert gegn því hátterni voru að gefa sífelldlega út ávísanir á framtíðina — ávísanir, sem börnum vorum verður máske gert að greiða með tárum, blóði og tortím- ingu? En krafan um sameiningu -—- hún verður að koma frá fólkinu sjálfu, öllum almenningi, svo að hún verði heyrð, svo að hún verði raunveruleg. Og þessi krafa verður borin fram. En látum oss vera hógværa og skynsama, já, látum oss nægja um sinn að hera fram hógværa og skynsamlega kröfu: sem sé þá kröfu, að sett verði á lagg- irnar að þingræðislegum hætti nefnd skynbærra manna til rannsóknar á því, hvort og þá á hvaSa grundvelli og í hvaSa mœli norræn sameining getur álitizt æskileg og frambærileg. Örlög vor, örlög Norðurlanda, eru undir því komin, hvort þessi krafa verður borin fram og hvernig við henni verður brugðizt. T. G. þýddi FÉLAGSBItÉF 17

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.