Félagsbréf - 01.12.1963, Side 22

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 22
GUNNAR GUNNARSSON Vetrar á ströngum vökum löngum vörn í móðurörmum fékk ég hafa; þá hríðvindur þaut um blindur, þá var hún að kenna mér að stafa. — Djúpt í foldu, dimmri í moldu, dýra móðir, ertu; sorg mig brennir. Heiptarþrunginn, höggormsslunginn heimurinn mér stafróf sitt nú kennir. MóSurminning (II) 1906. Ljósrauða, sterkbláa, stórfagra hvel, stafað með glitskrúði sólar, gullklæddu þúfur á gráleitum mel, grimmlega þoka, með rakasamt þel, bleikgrænu hlíðar og blómskrýddu hólar, björgin — þið jötnanna stólar. Allt þetta kemur nú endurfætt — nýtt! — á þessu blessaða vori. Sumargjöf Drottins er sólskinið blítt, sem hefur klakahjúp vetrarins þítt. Sigurblóm gróa í sérhverju spori, sigurinn tilheyrir vori. VorljóS (VII) 1906.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.