Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 29

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 29
sér í sögu þeirra Bjarna og Steinunn- ar á Sjöundá, í hlutdeild sjálfs hans í örlögum þeirra. Mynd þeirra tveggja er skýrust, fullnuð í sögunni, en að baki þeirra skipar sér sveitin öll, öll heimsmynd verksins. Á Vikivaka er sambærilegt bygg- ingarlag og Svartfugli. Þar beitir Gunnar Gunnarsson kunnuglegu sögu- bragði: saga Jaka Sonarsonar „finnst“ eftir hann og er „gefin út“ af vini hans einum. Þessi söguháttur, sem heyrir til almenningi skáldsagnalistai'- innar, er gamalreyndur til að treysta sannleiksyfirbragð frásagnarinnar; í Vikivaka verður hann til að bregða yfir sögumanninn ljósi úr tveimur ált- um í senn. Jaki er séður bæði utan og innan, sjálfslýsing hans er staðfest og tempruð af athugasemdum og skýr- ingum „útgefandans“ í umgerð sög- unnar. Vantrú útgefandans á Fokstaða- furður er veruleikastaðfesting þeirra, ef svo má taka til orða: hin kímilega, tortryggnisfulla frásögn hans veitir Jaka fótfestu og þegnrétt í heimi dag- legs „raunveruleika“ og áréttir hæðnis- og ádeilubrodda verksins til samtíðar- innar. Söguumgerðin í Vikivaka er ótiltekin í tíma, en gerist væntanlega skömmu eftir sögulok á Fokstöðum; sjálf sagan gerist á eitthvað níu mán- uðum og er skráð nokkurn veginn jafnharðan; henni lýkur í þeim skrif- uðum orðum þegar Jaki stendur upp til að „ganga og sjá hvernig fer fyrir þeim,“ — upprisufólki hans í himna- stiganum. Tími verksins er nútíð. I stað „tímaumgerðar“ Svartfugls hefur Vikivaki „umgerð í rúmi“; en innan umgerðarinnar er gerð beggja sagn- anna söm: sögulegum efnivið Svart- fugls er í sýn Eyjólfs til fortíðarinn- ar skipað í nýtt lífrænt samhengi; í Vikivaka er alpersónulegur efnivið- ur jafnáþreifanlega hlutgerður í draugasögunni á Fokstöðum. Sögurnar eru gerðar á sama liátt: hin ytri at- burðarás þeirra er frávarp innri veru- leika sem er allur sögumannanna sjálfra og þeim gefst einungis kostur að höndla á þjáningarfullum örstund- um innsýni — sem að sínu leyti hljóta staðfestingu í óbilsamri raun- skynjun þeirra. I 17da kafla Svartfugls segir af för Eyjólfs af Rauðasandi til Sauðlauks- dals, hann fer einn saman, gangandi, leggur upp fyrir dögun: Þa3 er svo undarlegt að vera einn á ferð inn milli fjalla í freðnu skini frá tungli og stjörnum. Yfir láglendinu lá vindskafinn snjór, og fjallahlíðarnar voru sléttar og svellaðar. Ég var gangandi. Þegar ég kom upp í hlíðarnar, batt ég á mig mannbrodd- ana og fylgdi slóðanum upp eftir i hægðum mínum. Við hvert spor bitu broddarnir sig niður í ísinn með hörðu braki, sem lét illa í eyrum í uggvænni næturkyrrðinni. Öðru hvoru slógu þeir gneista úr grjóti svo að mað- ur kenndi í nösum þess elds, sem leynist í öllum hlutum. A þessari göngu minni kom mér allt líf mitt svo undarlega og ann- arlega fyrir sjónir, að ég vissi varla, hver ég sjálfur var, eða hvar ég var staddur. Bara að allt saman væri draumur! óskaði ég með sjálfum mér. Kannski ert þú bara diengur ennþá og ert hér á ferð í einhverj- um erindum fyrir föður þinn! Að ég hefði fengið arf, væri orðinn prestur, hefði kvænzt — og væri nú hérna á ferð — í öðr- um eins erindum — var það sennilegt? G a t það eiginlega verið annað en hugarburður? En væri þetta nú svona samt; væri ég nú FÉLAGSBRÉF 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.