Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 30
hérna á ferð þrátt fyrir allt, og mig væri
alls ekki að dreyma, heldur lifði ég og
hrærðist í raun og veru og væri nóttin nótt
og tunglið tungl: óskaði ég þess þá,
að mega byrja lífið á nýjan leik? Gat ég
hugsað mér að vera hér á gangi sem dreng-
ur, aðeins sem drengur? Hafa villzt í ein-
um af mínum mörgu, sundurleitu bernsku-
draumum? Hvað var þá um Ólöfu, konuna
mína, Ólöfu yngri? Átti hún þá líka að vera
draumur? Gat ég fengið mig til þess að
gera þau kaup upp við Guð, að allt þetta
um Bjarna og Steinunni og þessi tvö dánu
— æ, öll þessi dánu — væri bara leikórar
í ímyndun minni? Og gjalda það þessu
verði?.... Nei, til þess gæti ég ekki feng-
ið mig. Þá var allt annað betra!
Ég nam staðar og varpaði mæðinni. Sjór-
inn fyrir neðan var svartur, með gullnum
gneistum. Sjálfur stóð ég f snarbrattri,
glitrandi hlíð, svimahátt uppi, og þó slúttu
klettar fram yfir mig. Allt í einu vaknaði
í mér fögnuður, heitur, myrkur fögnuður.
Guð hafði valið mér erfitt hlutverk. Ég
skyldi ekki svíkja hann. Ölvaður af grjóti,
frostlofti og húmsvörtu hafi hélt ég áfram
leiðar minnar. En nú með Guð við hlið
mér.
Svo nærri manni getur hann gengið á
náttarþeli, hann, sem enginn sér, en alls
staðar er.
1 þessari frásögn er Eyjólfur stað-
hæfður til fullnuslu í eigin skynjun:
hugsun hans á göngunni, endursögð í
fáum einföldum orðum, samsvarar og
hlýtur andsvar í lýsingu umhverfis-
ins í fáorðum raunhæfum skynmynd-
um. Mynd mannsins í auðninni tjáir
alla stöðu hans: ísilagt landið, freðin
næturbirtan, brakið undir fótum í
„uggvænni“ kyrrðinni, og síðan svim-
andi útsýn til hafs undir dagrenning-
una, hinn heiti fögnuður lifandi manns
26 FÉLAGSBRÉF
í frosti og tunglskini. Sá guð sem
nefndur er til sögunnar, eins og vel
hæfir presti, er gerður úr þessum efni-
við; hann er ekki utanaðkomandi
máttarvald, sjálfráður atvikastýrir, en
býr innra með manninum sjálfum, í
trúnaði hans við ásköpuð örlög sín,
þann eld sem leynist í öllum hlutum:
vilja hans að bregðast ekki hlutverki
sínu. Eyjólfur getur ekki kosið að
snúa aftur af markaðri braut, þó svo
hann ætti þess kost að kjósa; „hlut-
verk“ sitt eygir hann ekki nema í
skammri svipsýn, og á næsta leiti við
hinn „heita, myrka fögnuð“ þeirrar
skynjunar er óróinn, kvíðinn, angistin
í skammdegismyrkri mannlegs lífs þar
sem sér til engra átta. Aðferðin kann
að virðast fullkomlega raunhæf, ekk-
ert í frásögninni stangast á við veru-
leikaskyn okkar, svona gætum við
hugsað og skynjað sjálf ef svo stæði
á; en raunar er hún mjög stílfærð:
ekki er hirt um aðra þætti myndar-
innar en þá sem varða hinn innri veru-
leika sem verið er að lýsa, og þeim
brugðið upp í fáum einföldum drátt-
um: draumkynjuð, annarleg auðnar-
lýsingin í fyrstu setningunum umlvkur
huga Eyjólfs sem hlýtur að taka lík-
ingu af henni, en veruleiki sjálfs hans
er óbreytilegur ekki síður en frost-
stirðnað landið umhverfis hann: hann
hlýtur að halda áfram. Og síðan sýn-
in til hafs, til guðs, sprottin af stöðu
mannsins í auðninni, ytra og innra,
óhjákvæmileg þar, og tjáð á nákvæm-
lega skilgreindu andartaki: þar sem
Eyjólfur lítur um öxl í áfanga. „Mér
var vísuð leiðin, ég valdi hana ekki
sjálfur,“ segir í upphafi Vikivaka: