Félagsbréf - 01.12.1963, Side 36

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 36
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Týr Eg lagði að veði hönd í gapandi gin gráðugs og lævíss úlfsins, er hinir beindu augum til jarðar, horfðu gneipir í gaupn. Og loks, þegar Gleipnir herti að frekans fótum og fjöturinn hvorki brast né raknaði sundur, litu þeir upp og lausn sína glaðir hlógu, þar lét ég hönd mína þeim, en festur mun slitna. Bið Sönglausar, svartar nætur, svalar, draumlausar nætur heyrði ég fjara í fjarska fótatak þitt. Gráa, grátstúima daga, guggna, sóllausa daga sá ég í skammdegiss'kímu skugga þinn hverfa. Aldrei leit ég þín augu, aldrei nam ég þitt mæli, en heyri enn hljóðlega nálgast og hverfa fótatak þitt.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.