Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 39

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 39
fóru fram hjá fimm háhúsum í röð, eða voru þau bara þrjú, þau virtust ekki sérlega há séð frá brautargarðin- um og svona fast við, það bjó margt fólk í þeim, hann hafði selt vel þessa viku. Þegar hann leit upp og rétti úr sér á efsta tröppuþrepinu frá neðanjarð- arbrautarstöðinni sá hann himininn uppi yfir sér, djúpt vorblátt heiði hátt uppi, og hann gat ekki komið því fyrir sig, hvað það var sem hann átti að leggja á minnið sem lífsreglu. Hann vissi ekki hvort það var eitthvað sem hafði vitrazt honum í draumi eða livort hann hafði sjálfur komizt að þessari niðurstöðu, hvort einhver annar hafði sagt honum það eða hann lesið það einhvers staðar, oftsinnis áð- ur hafði hann ekki heldur getað komið því fyrir sig. Hann stóð kyrr um stund, vinstri hönd hans fikraði sig smám saman inn í handfang skjala- töskunnar, og borgin blasti við hon- um með kunnuglegum húsaröðum og rótlausri umferð laugardagsmorguns- ins, en hvorki sporvagnar eða bílar fengu rifjað þetta upp. Með skjalatösk- una dinglandi á úlnlið vinstri handar ruddi hann sér braut gegnum þröng- ina á göngureinum og götuhellum og komst yfir á gangstéttina. Þar sem vik varð í húsaröðina stóð Vilhelm Hansen frammi . fyrir hópi manna. Hópurinn ruddist fast að vorfrakkan- um ljósa og krafðist svars, þreif í frakkann og heimtaði svör. Þarna kem- ur maður sem getur kippt þessu í lag eins og ekkert sé, lireytti gamli skóla- bróðirinn að honum í vandræðum sínum, og grannur maður með gervi- liðað hár tók sig út úr hópnum og fylgdi honum hljóðlega eftir í snotr- um jakkafötum, með rólegan ánægju- svip og án þess að vekja athygli. 1 þröngri götunni þar sem verzlun- arfyrirtækið sem hann vann hjá var til húsa voru víða gamlir eirmunir og tindót, myndir og bækur til sýnis úti fyrir fornsölunum, svo að með nauin- indum var hægt að komast leiðar sinn- ar, — eftirspurnin eftir vörum var svo mikil að gamlir munir voru leitaðir uppi til að koma þeim í umferð og full- nægja þörfinni. Hin mikla mannaferð um mjóa götuna gekk í rykkjum, eins og gerist um fólk sem gefnar eru gæt- ur, það var yfir henni einhver óstyrk- ur vakinn af nálægð helgarinnar. Fyrst gekk hann upp tvennar smá- tröppur og var þá kominn á neðstu hæð, fyrirtækið var á annarri hæð, hann smeygði handfanginu á skjala- töskunni fram af úlnliðnum. Sölu- stjórinn gat afgreitt hann strax, og honum var fengið sæti á stól handan við skrifborð sölustjórans, hann hélt skjalatöskunni uppréttri á hnjánum og tók upp pöntunarseðlana, sölu- stjórinn vildi athuga þá nánar, verk- fallið, á meðan gæti hann gengið inn í birgðageymsluna og pökkunardeild- ina, hann gæti fengið að vita hverju hann ætti helzt að koma í lóg, sýnis- hornataskan fyrir næstu viku væri sjálfsagt tilbúin eða í þann veginn. I birgðageymslunni var gnægð af vör- um sem verkfallið tók til, þegar geng- ið var frá sýnishornatöskunni hans hafði margt verið undanskilið, það var samkvæmt fyrirmælum sölustjór- ans, sagði birgðavörðurinn. Hann gekk FÉLAGSBRÉF 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.