Félagsbréf - 01.12.1963, Side 43

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 43
starfsmanna sinna, þeir sem reka verksmiðjur verða að láta sér skiljast að velferð starfsfólksins ein er inn- tak framleiðslunnar. Hávaxna, hvít- leita stúlkan sem sat skáhallt gegnt honum færði sig nær til að vernda starfsmannastjórann, augnatillitið sem hún sendi honum var strangt og hiit- andi. Starfsmannastjórinn sjálfur hall- aði sér ögn aftur á bak í stólnum, bandaði með hendinni og sagði kulda- lega úr miklum fjarska, nú jæja, það eru nógir umsækjendur um starfið. Þetta kom honum til að setjast, það var ekki rétt að gefast upp í fyrstu lotu. Starfsmannastjórinn laut áfram með ofurlitlu brosi á vör og sagði sem svo að fyrirtækið mundi alltaf virða það að starfsmennirnir hefðu sjálf- stæða skoðun og kæmu með hagnýtar tillögur. Það varð stundarþögn og hvíta stúlkan hélt áfram að einblína reiðilega á hann, sjálfur tautaði hann eitthvað um hnökralaust samstarf. Starfsmannastjórinn hallaði sér aftur fram í stólnum: Byrja eftir sumar- leyfið, ef úr ráðningu yrði, og hann svaraði að hann gæti byrjað fyrsta ágúst eða september, ef hann yrði lát- inn vita með fimm vikna fyrirvara. Langar yður ekki til að sjá verkstæð- in og birgðageymsluna, við erum að hætta núna, það er hægast að fá yfir- svn yfir hverja starfsemi þegar hún er í þann veginn að stöðvast, sagði starfsmannastjórinn og reis á fætur, rétti honum meðmælabréfin aftur og gaf ritara sínum til kynna að hún mætti fara þegar hún væri tilbúin. Hann stakk skjölunum niður hjá sér, lokaði skjalatöskunni vendilega og gekk á undan með hana í hendinni út um litlar dyr í horni skrifstofunnar. Starfsmannastjórinn sýndi honum verksmiðjuna og spurði hann ráða um margvísleg atriði, meðan starfs- fólkið stöðvaði vélarnar og fór, hann gerði sér ljóst að það var verið að rannsaka hæfni hans og áform og var varkár í svörum. Þeir komu í afgreiðsl- una þegar allir voru á hak og hurt, og starfsmannastjórinn spurði ýtarlega um pökkun og útlit umbúðanna, nefndi lauslega byrjunarlaun og þurfti skyndilega að huga að einhverju á skrifstofunni, benti á hvar hægt var að komast beint út. í húsagarðinum strunsaði hávaxna stúlkan hvíta hnar- reist fram hjá honum og portgöngin opnuðust stór og víð móti strætinu úti fyrir. 1 gangdyrunum slógu kollhúfu- strákurinn úr verksmiðjunni og sá síð- hærði úr hans eigin fyrirtæki lófum saman svo að small í, hlógu ofsalega, fettu sig alla og brettu báðir tveir og gengu fast saman út á götuna, þeir þekktust þá og ætluðu að verða sam- ferða heim eða til að sinna einhverju sem þeir höfðu áhuga á. Rétt framan við portgöngin gekk grannur maður hæglátlega hjá, í snotrum jakkafötum og með rólegan ánægjusvip á andlit- inu. Húsin við langa götuna voru með gamaldags byggingarlagi, neðstu hæð- irnar háar og steintröppur skagandi út á gangstéttina, það voru engir bílar á ferð um götuna, alls staðar var fólk á gangi eða stóð kyrrt í smáhópum og stundum tvennt saman, óákveðið í hreyfingum af því að það var í fríi, menn ráfuðu áfram, viku til hliðar og sneru við eins og þeir væru að leita FÉLAGSBRÉF 39

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.