Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 45

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 45
varð að ýta sér fast fram hjá honum til að rekast ekki á snotran mann með gerviliðað hár. Hrindir óþokkinn! hrópaði sá þrekni og kom snörpu olnbogaskoti í síðu hans, hann riðaði til falls og baðaði út handleggjunum til að halda jafnvægi, skjalataskan hékk stíf og ögrandi þvert á göngu- stefnuna, snotri granni maðurinn spark- aði löngum fæti fast og snöggt í skjala- töskuna, hún flögraði út á hlið og þversum gegnum loftið í háum boga. Skjalataskan hafði að geyma pönt- unarseðlana sem áttu að gefa sölu- laun lianda þeim að lifa á, og með- mælabréfin sem áttu að tryggja áfram- haldandi velgengni, kannski frama. Hann kastaði sér hömlulaust á eftir skjalatöskunni, gætinn beinstefnumað- ur í hinni meinlausu forgöngusveit þyrpingarinnar rak í góðlátlegri gam- ansemi láréttan og stífan fót í veg fyrir hann, hann hrasaði og endasent- ist á höfuðið á hvasst steinþrepshorn. Hann spriklaði tvisvar með báðum fót- um og lá svo kyrr. Gatan tæmdist þeg- ar að allri mannaferð og hélt áfram að vera auð, fólk hvarf úr útidyrun- um og andlitin hurfu smám saman af gluggarúðunum. Skjalataskan hafði staðnæmzt reist á rönd upp við næstu útidyratröppur og stóð þar snyrtilega lokuð með handfangið í uppréttum hoga, viðbúið næsta handtaki. Hand- leggir hans sem höfðu verið teygðir eftir skjalatöskunni voru framréttir til gagnslausrar varnar höfðinu, jakkinn hafði kippzt upp og vildi líka verja höfuðið, fæturnir voru að þarflausu teygðir ótrúlega langt út og ávalur afturhlutinn seig hægt saman, hattur- inn hafði þeytzt upp í loftið og hékk á handriðshnúðnum hinum megin á tröppunum, úr mölbrotinni höfuðkúp- unni hafði ollið blóðþykkni sem breiddi ekki mjög mikið úr sér. Lif- andi maður var horfinn aftur til þess sem kallað er lífvana efni. Árni Gunnarsson þýddi. FÉLAGSBRÉF 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.