Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 46

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 46
HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON Fáir standa jafn undrandi frammi fyrir tilfinningamálverki, og þrælar stat- ískrar hugsunar. Heimur funans kemst allt í einu í návígi, hringar upp á sig smátt og smátt og staðnæmist að lok- um í púnkti. Þar titrar hann innan um lágréttar skákir jarðskorpunnar og lóðrétta rafta mannvirkjanna. En hvað er tilfinningamálverk? Mér dettur ekki í hug að smeygja mér undan þeirri sjálfsögðu skyldu að gera stutta grein fyrir nafngiftinni og baksviði hennar áður en lengra er haldið. Þó vil ég biðja lesendur að einblína ekki á bókstafsmerkingu orðs, sem hefur hrokkið fram úr ritvélinni að lítt yfirveguðu ráði og ætti ef til vill að víkja umsvifalaust fyrir öðru bein- skeyttara. Ég vil ennfremur biðja menn að vera svo elskulega að líta ekki á línurnar hér á eftir sem tilraun til að kljúfa aðferðir málaralistarinnar niður í harðsoðin kerfi — óskyld eða ósættanleg með öllu. Mér er ljóst, að slikur klofningur er tæpast til nema í hugum gruflandi fólks. Hitt er raun- særra: að kerfisbundin hugsun, ómeð- vituð tjáning og vinna blandast á ótal vegu í einni mynd — einni persónu. Tilfinningamálverk. Það er að mín- um dómi virkið, sem hvílir einkum á samleik og andleik tilfinningastrauma. Það er ennfremur völundarhúsið, sem skýlir hvað bezt hugdettum augnabliks- ins. (Þær fara hins vegar forgörðum við lengri eða skemmri yfirlegur). Það er líka hið tæra andrúmsloft, er heldur litnum hreinum og leyfir rökhugsuninni sízt að sneiða burt skringileg horn og óvænta anga. Og loks vil ég gefa tilfinningamálverkinu þá einkunn, að það geri tvímælalausa kröfu til að vera ævintýri. Einu hef ég gleymt. Tilfinningamálverkið fæð- ist á skammri stund, kannski ekki í striklotu, jafnvel ekki á einni viku en í samfelldum leik ástríðna og átaka. Allar myndir Nínu Tryggvadóttur eru tilfinningamyndir. Hvort sem hún bregður á loft grisju akvarellunnar eða þykku og gljúpu tjaldi olíumál- verksins, kippir hún ósjálfrátt í taug- arnar, sem liggja að ríki funans. En ekki nóg með það. Hún togar svo myndarlega í spottana, að vænar flyks- ur úr rótinni þeytast framan í sak- lausa áhorfendur og valda þeim sárs- auka eða nautn til lífstíðar. Ég þyk- ist hafa málað þetta síðasta svo reikul- um litum, að betri skýringar sé þörf. Athugulir áhorfendur hafa tekið eftir því, að impressjónistarnir þöktu mynda- fletina sína grárri, gráhvítri, brún- hvítri eða jafnvel grænhvítri slæðu en 42 FÉLAGSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.