Félagsbréf - 01.12.1963, Page 54

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 54
hann,“ kvað einn þeirra hafa hrópað upp, en annar hafði komizt að því, að allt sálarskyn hans og viðhorf við konu sinni og liörnum, móður og föð- ur, bræðrum og systrum og vinum væri „ekki aðeins eðlilegt, heldur mjög til eftirbreytni“, — og loks tókst prestinum, sem vitjaði hans reglulega í fangelsið eftir málsvörn- ina fyrir hæstarétti, að fullvissa alla sem hlýða vildu, að Eichmann væri „mjög jákvæður persónuleiki“. Að baki gamanleiks sálarsérfræð- inganna lá sú óhaggandi staðreynd, að hér var augsýnilega ekki um að ræða siðferðilega og þaðan af síður lagalega vitfirringu. Og það sem verra var: Eichmann var bersýnilega ekki haldinn hatri á Gyðingum, né of- stækisfullri kynþáttaandúð eða tillærðri kreddu. „Persónulega“ hafði hann aldrei haft neitt á móti Gyðingum; þvert á móti hafði hann fjöldann all- an af „einkaástæðum“ lil að vera ekki Gyðingahatari. Því miður trúði honum enginn. Saksóknarinn trúði honum ekki vegna :þess að það var ekki í hans verka- hring. Verjandinn skeytti þessu engu, 'því að hann, ólíkt Eichmann sjálfum, hafði sýnilega engan áhuga á sam- vizkuspurningum. Og dómararnir trúðu honum ekki vegna þess að þeir voru of góðir menn og etv. einnig of vel vitandi um eiginlegar undir- stöður starfs síns til að viðurkenna, að venjulegur, „eðlilegur“ maður, hvorki veikgeðja, kreddubundinn né blygðunarlaus, gæti verið gjörsam- lega ófær um að greina rétt frá röngu. Þeir kusu að draga þá ályktun 50 FÉLAGSBRÉF að hann væri lygari, með því að stöku sinnum brá hann fyrir sig ósannind- um, — og þeim yfirsást stærsta sið- ferðilega og jafnvel lagalega viðfangs- efni alls réttarhaldsins. 3 Hvers vegna Gyðingar veittu aðstoð sína. Mótsetningin milli hetjuhugar lsra- ela og auðmýktar Gyðinganna sjálfra er þeir gengu í dauða sinn — þeir létu ekki á sér standa þegar flytja átti þá í fangabúðirnar, gengu sjálfir að aftökustaðnum, grófu eigin grafir, afklæddust og lögðu föt sín í snyrti- lega stafla, lögðust hlið við hlið og biðu þess að verða skotnir — virtist allrar gaumgæfni verð, og saksóknar- inn gerði sér þann mat úr henni sem fremst mátti verða og spurði vitni eftir vitni: „Hvers vegna þrjózkuðuzt þið ekki við?“; „Hvers vegna fóruð þið upp í lestina?“; „Þarna stóðu fimmtán þúsund manns og nokkur hundruð verðir — hvers vegna gerðuð þið ekki uppreisn og réðuzt til atlögu?“ Hin raunalega 'staðreynd er sú, að þessi framsetning var heldur haldlítil, því að engir aðrir, einstakur hópur né þjóð, brugðust öðruvísi við. Fyrir 16 árum lýsti David Rousset, fyrrum fangi í Buchenwald. sem enn mundi hörmungarnar fersku minni, því sem við vilum að gerðist í öllum fanga- búðum: „Sigurfullnæging S.S. býður að kvalið fórnardýrið láti teyma sig möglunarlaust að hengingarólinni, að það afneiti sjálfu sér og ofurselji sig unz það hættir að viðurkenna per- sónulega tilveru sína. Og þetta er ekki

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.